Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 44
46
um og óbyggilegum, sem aðskilur þetta pósthérað
frá Reykjayík, en svo heitir pósthéraðið á tanga
þeim er Bluff kallast. Þar búa nú aðeins í-slending-
ar. Fyrir vestan Bluff skerst inn vík úr Manitoba-
vatni. Fyrir vestan hana, og fyrir staf'ni hennar,
eru heylönd og gripahagar góðir. Meðfram vík
þessari voru allmargir ís-lendingar búsettir um eit*
skeið, en flestir eru þeir nú d-ánir eða fluttir burtu,
og aðrir seztir að löndum þeirra, en sum eru í eyði.
Þar fyrir vestan og norðan er allmikil bygð af hér-
lendurn mönnum og Frökkum. Þetta pósthéraö
kallast Ashern P-oint.
Landslag í þessum bygðum er líkt og í öðrum
bygðum austan Manitobavatns. Skiftast þar á
Poplarskógar, engjalönd og mýrarfló-ar, og flæðir
víða til skemda þegar hátt er í vatninu. Er því land
þar ódrjúgt ti-1 afnota og þarf mikið landrými fyrir
stór grúpabú. Því hefir þar ekki orðið þéttbýlt og
nokkrir haf'a flutt burt fyrir landþreng-sli. Gripa-
lönd eru þar góð, en óvíða löguð til akuryrkju, enda
litlar tilraunir gerðar í iþá átt. Verða hér sérstak-
lega taldir bændur í hverju pósthéraði.
I. þáttur — Reykjavíkur pósthérað.
Þar hófst landnám fyrst um 1900. Nokkrum
árunr áður hafði Jón Halldórsson, sem nú er á
Lundar, farið þangað í landaskoðun, og bygði sér
þar kofa, og dvaldi þar um hríð; en þótti þar ein-
manalegt og hvarf því burtu þaðan.
Fyrstu frumbyggjar á tanga þessum voru jþeir
bræður Ingimundur og Guðjón Erlendssynir. Guð-
jón er nú dáinn en Ingimundur er sá eini, sem nú
er á lífi af fyrstu frumbyggjum bygðar þessarar.
Hefir hann því gefið mér beztar fregnir af landnám-
inu, ásamt Valgerði ekkju Guðjóns -bróður hans.