Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 38
40
Nóttina sem Oddur dó gerði aftaka veður með fann-
komu mikilli og urðu íþá úti 18 kindur, er Sigríður
átti. Átta vikum síðar fæddist síðasta barn 'þeirra
Odds, voru því margskonar bágindi fyrir hendi, en
fjárhluturinn smár. Börn þeirra hjóna voru: 1.
Baldvin, dó ársgamall; 2. Kristín, dó 18 ára að aldri
í N. Dak.; 3. Guðrún, kona Guðmundar Friðjón'sson
ar, skálds á Sandi; 4. Sigurður Snorri, (getið síð-
ar); 5. Tryggvi (getið síðar). Eftir lát Odds braust
Sigríður áfram við búskap nokkur ár, eða þar tií
árið 1883 að hún flutti til Vesturlieims með þrjú
börnin, (Guðrún varð eftir), þá með öllu félaus, er
vestur kom og settist hún að í Garðar-bygð, 'það
sama haust réðist hún, sem ráðskona hjá Grfmi
bónda Einarssyni (þar í bygð) og trúlofaðist Ihon
um, og áttu þau saman son, Stefán að nafni. En
trúlofunin fór út um þúfur, fyrir milligöngu systur
Gríms, og rnátti Sigr. hrekjast þaðan með barnið
sex mánuðum eftir fæðingu þess (var þar eitt og
hálft ár í alt). Um það leyti nam Sigríöur land
nokkrar mílur norðvestur af Garðar og settist þar
að með börnum sínum og bjó þar, Iþar til Benoní,
sonur hennar giftist. Gaf þá Sigríður honum eftir
landið og bjó Benoní þar til dauðadags (d. í jan.
1933). Sigríður flutti hinj;að í bygðina vorið 1900
ásamt sonuni sínum þremúr. Hafði Sigríður áður
tekið ofangreint land og synir hennar, Sigurður og
Tryggvi einnig tekið lönd haustið áður sem fyr
segir. Og þar bjó Sigríður með drengjum sínum er
höfðu numið lönd í sömu section og hún, þar til
Stefán sonur hennar keypti N.A. J/4 S. 8 af Hud-
son’s flóa félaginu og fluttu þau á það 1903 og hefir
hún dvalið þar síðan. Stefán giftist árið 1924
Stefaníu Guðrúnu Jónatansdóttir Líndals (sjá þátt
Jónatans). Var hún ekkja eftir Benedikt Sigurð
Ólafsson Kristjánssonar og átti tvær dætur eftir
liann, Sæunni Júlíönu og Ingibjörgu Lindu. Þau
Stefán og Stefanía eiga þrjá sonu.
Sigurður Snorri, sonur Sigr. var hér í bygð
örfá ár, fór héðan til Mountain, N. Dak., og giftist