Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 43
SAFN TIL LANDNÁMSSÖCU
ISLENDINGA I VESTURHEIMI.
Drög. til landnámssögu fslendinga
viö noröurhluta Manitoöavatns
Eftir GuÖmund Jónsson
Þegar eg tók að mér að semja þetta yfirlit,
hafði eg ekki fulla hugmynd um hversu það væri
vandasamt og umfangsmikið. Landnámið í þessum
stöðvum liggur dreift, og lönd haf'a verið numin hér
á ýmsum tímum, frá 1900 og fram á síðustu ár.
Margir hinna fyrstu landnema eru nú dánir, en
aðrir fluttir hurtu, og engin tök á að fá nánar upp-
lýsingar um þá. Eru því aðrir orðnir eigendur nú
að löndum þeim er þeir tóku sér bólfestu á í fyrstu.
Eg hefi þó reynt að afla mér upplýsinga um hina
fyrstu landnema, en jafnframt getið þeirra, sem nú
eru eigendur landanna, hivort sem þau eru erfðafé
þeirra eða keypt af núverandi eigendum.
Fyrir vestan Manitobavatn er alllöng strand-
lengja, sem kalla má að ,sé al-íslenzk. Nær hún
yfir Township 23 til 26, en liggur mest í R. 10 og 11.
Óvíða er þar nema einsett bæjarröð við vatnið, og
víða langt á milli húsa.
í þessum bygðum eru 3 pósthéruð, þótt fi-
mennar séu og veldur því strjálbýlið. Syðst er póst-
húsið “Wapah”. í |því héraði eru nú aðeins 4 íslend-
ingar búsettir og nokkrir franskir bændur. Það er
að vestanverðu afgirt af stöðuvatninu Ebb and
Flow, en að norðan af 4 mílna breiðum skógi, grýtt-