Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 39
41
(þar Gróu Olson, og bjuggu þau þar í grend nokkur
ár, en skildu svo að’ lögum. Fluttist Sigurður eftir
þaö vestur að hafi.
Sigríður er búin að vera blind undir 20 ár og
um mörg ár alveg rúmföst, svo að bún getur sig
ekki hreyft hjálparlaust. Hún er mesta merkis-
kona, greind og vel gefin, hagmælt vel, og heí'ir jafn-
an glaðlynd verið, enda kemur það sér vel. Jafnvei
ennþá getur hún gert að gamni sínu, og er gaman
að tala við ihana, því minnið er furðu gott ennþá.
Aldrei hefir heyi’st æðruorð af hennar vörum, en
altaf eins í viðmóti á hverju sem gengur; má það
merkilegt heita. Er það sannarleg guðsgjöf að hafa
þá stillingu til að bera.
Landnemi S.A. Ví S. 9, 1-6
Ólafur Árnason
Ólafur var fæddur á Bakka í Vallhólmi, árið
1858. Sonur Árna bónda er þar bjó, Gíslasonar
hreppstjóra á Ásgeirsbrekku (dáinn 1815) Árnason-
ar. Kona Gísla var Hólmfríður fíkúladóttir Bjöms-
sonar prests á Hjaltastöðum, Skúlasonar. Móðir
Ólafs var Margrét Gísladóttir frá Húsey Ólafssonar
og konu hans Rannveigar Sigfúsdóttir bónda á
Svaðastöðum, Björnssonar. Ólafur ólst upp með
foreidrum sínum þar til að hann giftist, árið 1878,
Ósk Ragnheiði Sigurðardóttir bónda á Moldhaugum
í Eyjafjarðarsýslu, Þorkelssonar, og konu hans, Sig-
ríðar Þorsteinsdóttur, systur Dómhildar konu Ólafs
timburmanns Briem á Grund í Eyjafirði, foreldrar
séra Valdimars Briem sálmaskálds og vígslubiskups
á Stóra Núpi, og þeirra systkyna. Um það leyti sem
Ólafur gifti sig, fluttu foreldrar hans sig búferlum
vestur að Óspakseyri í fítrandas. Eniþau ungu hjónin
Ól. og Ragnheiður byrjuðu búskap sinn á Bakka,
bjuggu á hálfri jörðinni eitt ár. Þaðan fluttu þau
að Löngumýri, og voru þar eitt ár. Næst fluttu
þau að Álftagerði, og þar bjuggu þau þar til árið