Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 24
26
hann lönd fyrir eftirfylgjandi: Tómas Jóhannsson.
Árna Tómasson og Pál bróðuy hans, sjálfan sig og
Þorstein bróður sinn, Gunnar Einarsson, Ágúst
Jónasson og Jónatan J. Lindal.
Fyrstu byggingar og innflutningar
Næsta vetur, seinnipartinn í febrúar eða
snemma í maí 1899 fóru þeir Árni Ólafsson, Sveinn
Árnason og Árni Gillis norðvestur til að mæla úr
löndin og bygðu þá kofa á landi Árna Gillis (héidu
til hjá Mennonítum á meðan). Eftir stutta viðdvöi
fóru þeir suður aítur, en komu bráðlega aftur hinir
sömu og að auk Tryggvi Sigurðsson og bygðu þá
annan kofa á landi Sveins Árnasonar og fóru svo
til baka. Snemma í ágúst komu þeir hinir sömu
menn til baka og auk þess Ólafur Árnason, Árni
Árnason eldri og Þorsteinn .]. Gíslason og bygðu bá
hver á annars landi; voru það bjálkakofar, og flestir
með torfþaki. Er því var iokið, sóttu þeir íjölskyld-
ur sínar eins fljótt og tími leyfði og settust hér að.
Þeír sunnanmenn komu ekki fyr en í maí; þeir
fyrstu til að byggja, og flutt-u á lönd sín í júní og
síðar sunnir þein*a.
Allmargir tóku lönd hér þá um sumarið og
fluttu sumir á þau strax, en aðrir ekki f'yr en næsta
ár. Landnámið. stóð aðallega yfh- á árunum 1898—
1900, og voru íslenzkir landeigendur þau ár flestir,
eða kringum 45. Þar af voru 3—4 er keyptu hér
lönd en settust ekki að, en leigðu þau íslendingum,
sem hingað fluttu á þeim árum og engin lönd áttu
sjálfir. Um það leyti er Vatnabygðir voru efst á
blaöi, fluttu margir héðan þang;að. Síðan fluttu
hingað þó nokkrar fjölskyldur úr öðrum bygðum og
keyptu lönd hér. IGeta þeir naumast talist með
landnemunum og einnig bændasynir, er komu liing-
að með foreldrum sínum of ungir til að nema lönd,