Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 48
50
Hún er nú 70 ára og hefir búið í 50 ár. Hún er
mikilhæf kona, og dugleg með afbrigðum. Börn
þeirra hafa öll alist upp heima, þau sem nú eru á
lífi. Þau eru þessi: Gústaf, Guðlaugur (dáinn),
Marinó Jóhann, Jón, giftur konu af hérlendum ætt-
um, Guðlaug, gif't Kristjáni Alfred í Winnipeg.
Margrét gift Sigurði Kjartanssyni, og Þorbjörg gift
Óla Ólafssyni. Verður þeirra síðar getið.
Ágúst Jónsson, bóndi á Lásakoti á Álftanesi.
Móðir Ágústar hét Anna Þorsteinsdóttir. Hún var
náskyild Sigurði Bjarnasyni skáldi, sem kvað
Hjálmarskviðu, og sem margir kannast við.v Meira
hefi eg ekki getað spurt uppi um ætt hans. Ágúst,
kvæntist Sigríöi Erlendsdóttur systur Guðjóns,
heima á íslandi; og fluttist með Guðjóni vestur, og
voru þau hjá honum fyrstu árin. Hann nam lana
á N.W. af 6-20-10 og þar bjó hann þar til hann lézt
1920. Hafði hann þá keypt 4 lönd önnur og lagt
undir ábýli sitt. Eftir lát hans giftist ekkja hans,
Jóhannesi Baldvinssyni frá Langruth. Skömmu
síðar seldu þau lönd sín og fluttu til Argyle. Verður
núverandi eigenda þeirra landa getið síðar. Ágúst
var búmaður góður og dugnaðarmaður með af-
brigðum; sama má segja um konu hans. Þeim
græddist vei fé og þegar Ágúst lézt mun hann hafa
verið með auðugustu bændum í bygðinni, en skuld-
aði þó allmikið fyrir nýgierð landakaup. Hann var
stórliuga framkvæmdarmaður, og hvetjandi til fé-
lagsskapar og framfara. Enda var hann og iþeir
bræöur Erlendssynir, frumkvöðlar allra framfara og
félagsskapar í bygðinni. Börn þeirra hjóna sem nu
eru á lífi eru: Guðbergur, giftur Sigríði Sveistrup'
Anna, gift enskum lækni; Valdimar, giftur Margréti
Erlendsdóttur, bróðurdóttir Guðjóns; Reginibald, gift-
ur Sigrúnu Hávarðardóttir frá Hayland; Guðný,
gift skozkum manni. Allir eru þeir bræður líklegir
* pessi ættfærsla er vafasöm.