Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 21
ALMANAK
23
stöddu fjölmenni sunnudaginn þ. 19. maí 1949. Veður
var hið ákjósanlegasta, og skartaði gróðursæl byggðin
sínum fegurstu sumarklæðum þennari sögulega minn-
ingadag.
Athöfnin hófst með því, að gengið var í Víkurkirkju,
elztu íslenzku kirkjuna í Vesturheimi, þar sem sóknar-
presturinn séra Egill H. Fafnis, forseti Hins Evangelisk-
Lúterska Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, minntist
frumherjanna í gagnorðri ræðu, en síðan tóku frumherja-
dætumar við samkomustjóm, og tóku þessar íslenzkar
konur til máls: Mrs. Einarson, er bauð gesti velkomna;
Mrs. Ólafson, er rakti sögu minnisvarðamálsins, og Miss
Kristbjörg Kristjánsón, er lýsti lífi og starfi frumherjanna
og menningarframlagi þeirra í þágu samtíðar og fram-
tíðar. Kveðjur voru fluttar af fulltrúum ýmsra kvenfélaga
í ríkinu, og séra Egill H. Fáfnis las bréflega kveðju og
heillaóskir frá dr. Richard Beck, vararæðismanni Islands
í Norður-Dakota, er eigi gat sótt samkomuna. Auk þess
var bæði einsöngur og almennur söngur amerískra og
íslenzkra ættjarðarsöngva við athöfnina í kirkjunni.
Að þeirri minningarathöfn lokinni var gengið í fylk-
ingu til minnisvarðans, og fór Miss Lauga Geir, er bar
Bandaríkjafánann, í fararbroddi. Við minnisvarðann flut-
ti séra Egill stutta ræðu, en þvínæst afhjúpaði Miss Krist-
björg Kristjánson minnismerkið. Lauk athöfninni, sem
öll hafði þótt fara hið bezta fram, síðan með því, að
sunginn var þjóðsöngur Bandaríkjanna. Buðu fmmherja-
dæturnar öllum viðstöddum til rausnarlegra veitinga í
fundarsal kirkjunnar, og lauk þannig þessum söguríka
degi, sem um allt hafði verið sæmandi minningu frum-
herjanna.
Minnisvarði landnemanna er stærðarbjarg, sem hvílir
á steyptum grunni, sannkallað Grettistak, og því talandi
tákn þess afreks, sem frumherjarnir íslenzku, karlar og
konur, unnu með sigursælu landnámi sínu. Framan á