Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 24
26
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
aðallega fyrir vestan þessi áminnstu vötn. Þann vetur
varð sá sem þetta ritar svo hepinn, að komast í bréfa-
viðskifti við hinn nafnfræga stjómarleiðsögu mann,
Tómas Pálsson, sem átti þá heima á bújörð sinni við
Foam Lake vatn. Enduðu þau bréfaviðskifti snemma um
vorið með því, að Tómas bauðst til að leiðbeina þeim,
sem vildu koma í skoðunarerindum, og keyra þá um hina
óbyggðu landspildu, sem var sunnan við Quill vötnin.
1 maímánuði 1904, lögðu þessir af stað til Tómasar.
Halldór J. Halldórsson, Óli J. Halldórsson, Ólafur Ó.
Magnússon, allir frá Hallson, N. Dakota, einnig Ásgeii-
Guðjónsson frá Garðar, N. Dakota, Paul Lemmiek og
Bjarni F. Bjarnason frá Milton, N. Dak. Fómm við með
C.P.B. jámbrautinni að brautarendanum, sem þá var við
Sheho. Keyptum svo keyrslu þaðan, sem var um 20
mílna vegalengd.
Eftir stutta dvöl hjá Tómasi, lagði hann af stað með
okkur út í óbyggðina, sem var að mestu leyti skóglaust
sléttlendi, þó með espi og víðirrunnum hér og þar. Nok-
krir lækir voru á leið okkar, sem runnu úr Touchwood
hæðunum fyrir sunnan og norður í vötnin, en Tómas var
búinn að laga til öll helstu vöðin yfir þá læki, svo engin
hindmn var að komast áfram. Voru sömu vöðin notuð
fyrstu árin af nýlendubúum, þangað til stjómarvegir voru
lagðir um nýlenduna, frá austri til vesturs. 1 þeim leið-
angri vomm við fjóra daga. Skoðuðum landið nokkuð
nákvæmlega í Township 32 og 33, Bange 15, 16 og 17.
Ekki urðum við varir við nokkum mann á öllu þessu
svæði, né eins langt og augað eygði í margra mílna fjar-
lægð. Þó var þetta græna, öldumyndaða sléttlendi ekki
nein líflaus eyðimörk. Tómas Pálsson vitjaði um tóuboga
sína á meðan við hinir leituðum að landmæhngar hælum,
þar sem hjartdýrahjörð var í ró og næði á beit. Allir tjam-
arpollar og lækir úðu og grúðu af allskyns öndum, mýri-
spýtum og hrossagaukum, og þegar við komum að Stóra