Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 25
ALMANAK
27
Quill vatninu, sáum við urmul af pelikönum, skörfum
og gæsum, sem efalaust voru að hvíla sig á sínum árlega
leiðangri til varpstaðanna við Islands strendur og annara
Norðurálfu landa.
Þetta sama sumar settust að á þessu svæði fáeinar
fjölskyldur og einhleypir menn. Magnús Guðmundsson
Isfeld kom með fjölskyldu sína frá Brazilíu, konu og níu
böm, flest stálpuð en sum fullorðin, og settist að á Sec-
tion 4-32-15, sem hann og þrír synir hans tóku eignarrétt
á. Komu þeir upp bráðabirgðarhúsum fyrir fjölskylduna
og skepnur, sem þeii' höfðu keypt á leiðinni út í nýlend-
una. Þrjár aðrar fjölskyldur settust þar að þetta sumar.
Guðmundur Thorarinnsson, Jón Jónsson og Ólafur Stef-
ánsson, þeirra er nánar getið í landnámsþáttum eftir Jón
Jónsson frá Mýri, í Ólafs Thorgeirssonar Almanaki, árið
1919 Einnig komu þrír synir Brynjólfs Jónssonar frá
Mountain byggð í N. Dakota, Kristinn, Jón og Stein-
grímur. Þeirra mun nánar getið í landnema skránni hér
að aftan.
(Eg bið lesendurnar afsökunar á, að hafa með þessari
síðustu grein vikið út frá leiðangrinum með Tómasi og
vil nú víkja að því atriði aftur.)
Áður en við lögðum af stað heim, vomm við búnir
að velja og ánefna heimilisréttarlönd, ekki aðeins handa
okkur sjálfum, heldur og líka fyrir mörg skyldmenni og
vini, sem höfðu löglegan landtökurétt. Á leiðinni til baka
með járnbrautarlestinni stönsuðum við í Yorkton, fómm
á stjórnarskrifstofuna og lögfestum allar landeignirnar,
sem við höfðum valið.
Næsta vetur var farið að búa sig undir burtflutning
til þessarar nýlendu. Voru haldnir fundir víðsvegar um
íslenzku byggðina í N. Dakota. Aðal fundurinn var hald-
inn í Mountain þorpi og þar kosin framkvæmdarnefnd
til ráðstöfunar og fyrirkomulags. Þar var staddur umsjón-
armaður innflytjendadeildar Canada stjómar, Mr. Pilling,