Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 26

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 26
28 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: sem hafði skrifstofu sína í Grand Forks, og var þeim, sem þetta ritar, falið á hendur, að sjá um milligöngu milli Canada stjómar, járnbrautarfélagsins C. P. R. og þeirra sem út vildu flytja það vor. Varð niðurstaðan sú, að sér- stök eimlest var fengin, með þrjátíu vögnum (Boxcars) og fimm fólksvögnum. Það mun hafa verið liðlega hundrað manns, sem með þessari lest fóm. Konur og böm voru í fólksvögnunum og nokkur gam- almenni, en flestir karlmenn fylgdu þeim vögnum, sem skepnur voru í. Svo var tilhagað, að lestin var fermd í Emerson, Manitoba, um þrjár mílur norðan við Pembina. Þar vom allir vagnarnir hlaðnir með hestum, nautgrip- um, alifuglum, húsmunum, akuryrkjuverkfærum og öðm nauðsynlegu. Ferðin með lestinni gekk eftir vonum til hins ákveðna áfangastaðar, sem var Wadena, Sask., utan þess, að fjórir nautgripir, sem Halldór Jónsson átti, stuk- ku út um dyr á vagninum á meðan lestin var á hraðri ferð. Það var skaði fyrir Halldór, því hann var með þeim fátækari af þessum innflytjendum. Það var sunnudaginn 28. maí, 1905 sem við komum með þessari stóru “íslenzku” eimlest til Wadena, var þá tafarlaust farið að afferma og leggja af stað með skepnur og búslóð suðvestur í nýlenduna, er mun hafa verið frá 25 til 35 mílur, sem flestir þurftu að keyra á hestum eða uxum til síns ákveðna bústaðar. Var það ferðalag tölu- vert erfitt sökum þess, að öll leiðin var brautarlaus og yfir blautt mýrlendi að fara nokkrar mílur sunnan við Wadena, og svo brúarlausir lækir eftir að landið hækk- aði. Auðvitað gátu fæstir, ef nokkrir, komist með allan sinn farangur í fyrstu ferð, urðu því að skilja mikið eftir undir beru lofti og sækja svo seinna, eftir hentugleikum. Flestir munu hafa búið sig út með tjöld til þess að búa í um sumarið á meðan þeir voru að koma upp þolanlegum heimilum, sem voru bráðabirgðar kofar úr bjálkum, borðvið eða torfi. Veturinn áður en flutt var frá Dakota,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.