Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 26
28
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sem hafði skrifstofu sína í Grand Forks, og var þeim, sem
þetta ritar, falið á hendur, að sjá um milligöngu milli
Canada stjómar, járnbrautarfélagsins C. P. R. og þeirra
sem út vildu flytja það vor. Varð niðurstaðan sú, að sér-
stök eimlest var fengin, með þrjátíu vögnum (Boxcars)
og fimm fólksvögnum. Það mun hafa verið liðlega
hundrað manns, sem með þessari lest fóm.
Konur og böm voru í fólksvögnunum og nokkur gam-
almenni, en flestir karlmenn fylgdu þeim vögnum, sem
skepnur voru í. Svo var tilhagað, að lestin var fermd í
Emerson, Manitoba, um þrjár mílur norðan við Pembina.
Þar vom allir vagnarnir hlaðnir með hestum, nautgrip-
um, alifuglum, húsmunum, akuryrkjuverkfærum og öðm
nauðsynlegu. Ferðin með lestinni gekk eftir vonum til
hins ákveðna áfangastaðar, sem var Wadena, Sask., utan
þess, að fjórir nautgripir, sem Halldór Jónsson átti, stuk-
ku út um dyr á vagninum á meðan lestin var á hraðri
ferð. Það var skaði fyrir Halldór, því hann var með þeim
fátækari af þessum innflytjendum.
Það var sunnudaginn 28. maí, 1905 sem við komum
með þessari stóru “íslenzku” eimlest til Wadena, var þá
tafarlaust farið að afferma og leggja af stað með skepnur
og búslóð suðvestur í nýlenduna, er mun hafa verið frá
25 til 35 mílur, sem flestir þurftu að keyra á hestum eða
uxum til síns ákveðna bústaðar. Var það ferðalag tölu-
vert erfitt sökum þess, að öll leiðin var brautarlaus og
yfir blautt mýrlendi að fara nokkrar mílur sunnan við
Wadena, og svo brúarlausir lækir eftir að landið hækk-
aði. Auðvitað gátu fæstir, ef nokkrir, komist með allan
sinn farangur í fyrstu ferð, urðu því að skilja mikið eftir
undir beru lofti og sækja svo seinna, eftir hentugleikum.
Flestir munu hafa búið sig út með tjöld til þess að búa í
um sumarið á meðan þeir voru að koma upp þolanlegum
heimilum, sem voru bráðabirgðar kofar úr bjálkum,
borðvið eða torfi. Veturinn áður en flutt var frá Dakota,