Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 30
32
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Sveitarstjórnahérðuðin (Municipalities), Elfros No. 307
og Big Quill No. 308, voru bæði stofnuð í desember,
1909. Þau ná yfir alla íslenzku byggðina sunnan við Quill
vötnin.
Eins og gefur að skilja og alls staðar viðgengst í öllum
uppmnalegum íslenzkum nýlendum, slæðist ætíð inn með
töluvert af annara þjóða fólki, sérstaklega af stjómar-
þegnum og verzlunarmönnum. Samt hafa Islendingar frá
byrjun byggðarinnar og fram á þennan dag tekið stóran
þátt í flestum stjórnmálum og embættum í sveitar og
bæjarráði, skóla og fylkisstjórn. Þar fyrir utan voru snem-
ma á tíma mynduð lestararfélög, kvenfélög, góðtemplara
stúkur og þjóðræknisfélög, og er ekkert sérstakt í frá-
sögur færandi þeim félagsskap viðvíkjandi. Hvað safn-
aðar og kirkjmálum viðvíkur, voru þau nauðsynlegu
mál ekki látin sitja á haka annara félagsmála. Tvær Isl-
enzkar kirkjur voru byggðar snemma á tíma í Wynvard-
bæ, en af því að Friðrik heitinn Guðmundsson hefur
gefið svo greinilega skýringu um það málefni í ritgerð
sinni, “Vatnabyggðir”, sem út kom í Ólafs S. Thorgeirs-
sonar Almanakinu árið 1917 og innibindur alla íslenzku
Vatnabyggðina, sýnist mér ónauðsynlegt að endurtaka
þær umsagnir hér. Það helsta, sem mætti þó bæta við, er,
að sterkur áhugi fyrir safnaðarmálum virðist hafa dofnað
til muna nú á seinni árum.
Hvað verzlunarstörfum viðvíkur, hafa Islendingar
tekið drjúgan þátt á því sviði í öllum bæjum í byggðinni
frá því hún myndaðist og fram á þennan dag.
Sá fyrsti, sem byrjaði að verzla með nýlenduvaming
eða matvöm, var Jón Jónsson yngri, sonur Jóns Jónssonar
frá Munkaþverá. 1 daglegu tali kallaður Jón munkur, til
auðgreiningar frá svo mörgum öðrum Jónum. Þeirra
feðga er getið í landnámsþætti eftir Jón Jónsson frá Mýri
í Ólafs S. Thorgeirssonar Almanaki, árið 1919. Jón bvrjaði
verzlun í sínu litla íveruhúsi snemma um vorið 1905, og