Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 36
38
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Valdimar Jónsson og synir hans hafa nú keypt allar
ofannefndar bújarðir; þeirra feðga er getið hér næst á
eftir.
Valdimar Jónsson er sonur Jóns Erlingssonar og Krist-
bjargar Guðlaugsdóttur á Brettingsstöðum í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Kona hans er Margrét Bergsveinsdóttir Jóns-
sonar og Cecilíu Jónsdóttur á Hróðnýjarstöðum í Laxár-
dal í Dalasýslu. Þau Valdimar og Margrét fluttust hingað
frá Winnipeg 1906. Böm þeirra eru: 1. Bergsveinn; 2.
Cecilía Octavía; 3. Kristján Edward; 4. Finnbogi; 5.
Margrét Sigríður.
Ekki munu þau hjón hafa flutt með sér mikil efni í
nýlenduna, en á tiltölulega fáum ámm tókst þeim, með
ráðdeild og dugnaði, að auka efnahag sinn svo, að við
hlið litla landnemarkofans reis upp eitt af myndarlegustu
heimilum í byggðinni. Er það einstakt í sinni röð, af því
að öll fjölskyldan hefir átt og á enn þar heima og vinnur
sameiginlega heimilinu til eflingar og viðhalds. Þó yngri
kynslóðin hafi nú tekið að sér ráðstöfun og umsjón alla,
er gamli maðurinn enn em og sístarfandi, oftast að finna
í smiðjunni, því að hann er listasmiður og jafnhagur bæði
á tré og járn.
Helgi Helgason, tónfræðingurinn alkunni frá Reykja-
vík, nam hér land, fluttist hingað frá Ballard, Wash.,
1905; dvaldi hér nokkur ár, eignaðist landið, seldi það
svo og fór til Islands, en hvaða ár er þeim, sem þetta
ritar, ekki kunnugt. 1)
1) 1 æviágripi Helga tónskálds í ritinu Hver er maðurinn
(I. bindi, bls. 290-91) segir, að hann hafi farið til Vesturheims árið
1902 og dvalið vestra um 14 ár. Þar er þess einnig getið, að hann
hafi stofnað lúðrasveit íslendinga í Wynyard, Sask.
Ritstj.