Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 37
ALMANAK
39
Jón Reykdal úr Kolbeinstaðahreppi í Hnappadals-
sýslu. Kona hans var Ragnheiður dóttir þeirra hjóna Jóns
og Margrétar Jónsdóttur, er bjuggu að Víkum á Vatns-
esi í Húnavatnssýslu. Voru þau Jón og Ragnheiður um
eitt skeið í Minneota, Minn., en fluttust síðan til Ballard,
Wash., og þaðan hingað 1905; svo til Blaine, Wash.,
1909. Þar lést Ragnheiður árið 1926 og Jón árið eftir.
Um þessi hjón frekar sjá þætti Margrétar J. Benedictson
um fslendinga á Kyrrahafsströnd, Alm. O.S.Th.
Helgi Reykdal, sonur Jóns, var einnig landnemi; á
nú heima við Akra, N. Dak. Ennfremur tók land um
sama leyti Jón Reykdal yngri, stjúpsonur Jóns; hann var
kvæntur Lilju Sigurjónsdóttur Sveinssonar og Valgerðar
Þorláksdóttur. Þau hjón eru nú bæði látin.
Magnús Guðmundsson Isfeld, Brasilíufari, fluttist
hingað 1904; kom til Winnipeg þá um sumarið og hingað
vestur um haustið. Kona hans var Elín Jóelsdóttir. Böm
þeirra: Christina Lilia, nú að Mozart, Sask.; Augusto
Joel (sjá síðar); Oscar Brigham, einnig að Mozart; Eliza
Margarida, kona Oscars Guðmundssonar Jónssonar, póst-
afgreiðslumanns í Mozart; Alberto Hjörtur, dáinn í Van-
couver, B.C., var kvæntur Emilíu Jóhannesdóttur frá
Vatnsenda í Húnavatnssýslu.
Magnús dó úr landfarsóttinni alræmdu, 19, jan. 1919;
einnig um sama leyti, frá 18.-20. jan., þrjú af börnum
þenra hjóna: Kristján Julho, Victor Emmanuel og Sigr-
ína Anna. Áður dó Cecilia Louisa, öll þá fullorðin. Áður-
nefndir Kristján, Oscar og Augusto Joel námu hér lönd
um sama leyti og faðir þeirra, og Victor nokkru síðar.
Augusto Joel var dugnaðar- og atkvæðamaður í fél-
agsmálum. Var fyrst sveitarráðsmaður og síðar oddviti
Elfros-sveitar, líklega lengur en nokkur annar Islending-
ur; er nægir til að sýna, að hann hefir staðið vel í stöðu