Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 48
50 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
háði frumbýlingsbaráttu í þremur íslenzkum nýlendum,
fyrst Nýja-lslandi, svo Norður-Dakota, og síðast hér.
Hann var góðum gáfum gæddur, vinamargur og vel lát-
inn. Lengi stundaði hann smáskammta-lækningar, og var
óspart til hans leitað á frumbýlingsánmum, enda var
góðvild hans og greiðvikni ævinlega að mæta í því efni
sem öðru honum viðvíkjandi. Konu sína missti hann
1911. Eftir það dvaldi hann hjá einum af sonum sínum,
fluttist svo til Wynyard og átti þar heima það sem eftir
var ævinnar, sem endaði fyrir nokkrum árum síðan (Um
hann og þau hjón nánar sjá, meðal annars, Thorstína J.
Jackson: Saga ísl. í N. Dakota, bls 302-4).
Jakob, sonur Friðriks, var einnig landnemi hér. Hann
var kvæntur Vilborgu Gísladóttur. Þeirra böm eru: Haf-
steinn og uppeldisbörn tvö, Jóhanna Margrét og Þór-
hallur. Öll til heimilis í Winnipeg. Þau hjón stunduðu
hér landbúnað í nokkur ár, fluttu svo til Winnipeg, en
eru nú bæði látin.
Bjami F. Bjamason, bróðir Jakobs, tók hér einnig
land. Hann var kvæntur Helgu Stefánsdóttur Teitssonar.
Þeirra böm: Friðrik, kvæntur annarar þjóðar konu, eiga
heima í Prince Albert, Sask.; Rúna, kona Kristins Axdal,
eiga heima hér í Wynyard. Bjarni er nú látinn, en ekkjan
búsett í Wynyard.
Sigurður F. Bjamason, bróðir Jakobs og Bjarna, var
og landnemi, en stundaði aldrei landbúnað. Hefir átt
heima hér í Wynyard. Er vélafræðingur og vélaviðgerð-
armaður og hefir ávalt stundað þá iðn. Kona hans er Þóra
Hansdóttir Sigurbjörnssonar. Börn þeirra eru: Valdimar,
verzlunarmaður í Wynyard, og Mildfríður, kona Valda
Jackson, bónda að Elfros, Sask.
Halldór Jakobsson og Jóhann sonur hans tóku hér