Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 53
ALMANAK
55
Ottar tók hér land, en fargaði því fljótlega, eftir að
hafa fengið eignarréttinn. Er góður smiður og hefir gert
það að atvinnu sinni, fyrst hér, fór síðan til Chicago og
dvaldi þar nokkur ár, en hefir nú fluttst til Blaine, Wash.
Frekari upplýsingar þeim hjónum viðvíkjandi ekki fyrir
hendi.
Rögnvaldur Sveinsson, bróðir þeirra Ottars og Svan-
bergs, var einnig landnemi. Kona hans er JóhannaBjörns-
dóttir Jósephssonar og Þóru Guðmundsdóttur (frá Þorp-
um í Tungusveit í Strandasýslu), er að ofan voru nefnd.
Rögnvaldur og Jóhanna fluttust hingað frá Selkirk, Man.,
1905, en seldu búðjörðina og fluttu til Saskatoon, Sask.,
síðan til Vancouver, B.C., og eru þar nú. Um nöfn eða
heimilisfang barna þeirra er þeim, sem þetta ritar, ókun-
nugt.
Magnús Oddsson Magnússonar og Margrétar Ólafs-
dóttur, getið hér að framan. Kona hans er Ingunn Elín
Gunnlaugsdóttir Sakkeussonar frá Núpshóli í Miðfirði í
Húnavatnssýslu; kona Gunnlaugs, en móðir Ingunnar, var
Sigurlaug Sigurðardóttir frá Selsási í Víðidal í Húnavatns-
sýslu. Þau Magnús og Ingunn fluttust hingað frá Hall-
son, N. Dak., 1906. Þeirra böm eru:
1. Margrét, kona Jóns Christiansonar, við New West-
minster, B.C.; 2. Oddur, dáinn hér í Wynyard 1929, tæpra
26 ára að aldri; 3. Gunnlaugur, kvæntur Violet Jónsdót-
tur Johnson, þeirra heimili í Wynyard; 4. Sigurlaug, kona
Sigurðar Kristjánssonar við Blaine, Wash.
Fremur áttu þau hjón við þröngan efnahag að búa
fyrstu árin hér; en með áræði og dugnaði tókst Magnúsi
að sigrast á örðugleikunum og verða efnalega sjálfstæð-
ur og einn af nýtustu bændum byggðarinnar. Nægir í
því sambandi að benda á heimilið, sem hann byggði upp
á sléttunni fyrir norðan Wynyard, sem er sérstakt í sinni