Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 64
66
ÓLAFUR S. TIiORGEIRSSON:
Kristján Jónasson er fæddur á Krossi í Ljósavatns-
skarði í Suður-Þingeyjarsýslu 12. október 1859. Kom til
Ameríku 1878, staðnæmdist í Nýja-lslandi, en fór fjót-
lega til Garðar, N. Dak.; dvaldi þar og í því nágrenni þar
til um vorið 1905, að hann fluttist hingað. Kvæntist stuttu
síðar Láru Gísladóttur Einarssonar (hans er getið hér að
framan). Þeirra börn eru:
1. Jónas, hans kona af innlendum ættum, eiga hehna
í Winnipeg; 2. Jón, kona hans einnig annarar þjóðar,
þeirra heimili í Wynyard; 3. Gunnar, hans kona innlend,
eru í Vancouver, B.C.; 4. Guðný, í Minneapolis, Minn.;
5. Sigríður, í Ottawa; 6. Aðalbjörg Betty, í Regina, Sask.;
allar giftar hérlendum mönnum.
Kristján hefir nú misst konu sína og er, þegar þetta
er ritað, einsetumaður hér í Wynyard, 89 ára að aldri, en
em og hress sem ungur væri. Hefir jafnan verið starfs-
maður mikill.
Kristján Isfeld og Sigfús sonur hans voru hér land-
nemar. Munu hafa komið frá Piney, Man., 1905. Frekari
upplýsingar þeim viðkomandi ekki fyrir hendi. Kristján
er dáinn fyrir löngu, en Sigfús lést á elliheimilinu að
Gimli, 2. júní 1946.
Sörin T. Hjaltalín, sonur Tryggva Ingimundarsonar
frá Nöf við Hofsós og Kristínar Jónatansdóttur frá Litla
Árskógi á Árskógsströnd, sem um langt skeið hafa búið
vestur af Mountain, N. Dak. Þaðan kom Sörin 1905,
dvaldi hér aðeins nógu lengi til að afljúka heimilisréttar-
skyldum sínum og eignast landið. Seldi það svo og fór
aftur til Norður-Dakota og hefir dvalið þar síðan.
Páll Bjamason. Foreldrar: Bjarni Bjamason frá Víðir-
hóli í Skinnastaðahreppi í N. Þingeyjarsýslu og Gróa
Jónsdóttir frá Ásgrímsstöðum í Hjaltadal. Kona Páls er