Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 67
ALMANAK
69
Hjörtur Friðriksson Bjamasonar og Mildfríðar Árna-
dóttur. Kona Hjartar er Guðrún Steinólfsdóttir Gríms-
sonar og Ingunnar Rúnólfsdóttur. Þeirra böm em: Inga
(Mrs. Einarsson); Helga, kona Magnúsar Bjamasonar og
Margrét Capitola, kona Ottós Bjarnasonar,bróður Magn-
úsar, þessi hjón hvortveggja í Vancouver, B.C.; Mild-
fríður, hennar maður er innlendur, eiga heima í Daw-
son Creek, B.C.
Hjörtur og Guðrún fluttust hingað frá Milton, N.
Dak. Með þeim kom að sunnan Steinólfur faðir Guðrún-
ar, nam einnig land, en var á vegum dóttur sinnar og
tengdasonar það, sem eftir var.
Sigurjón Jónsson frá Háalandi í Borgarfirði eystra.
Kona hans var Jóhanna Jóhannesdóttir úr sömu sveit.
Þeirra börn: Jónína, ekkja Björgvms Einarssonar; Soffía,
kona Jóhanns Sigurbjömssonar við Leslie, Sask.; Jóhanna
María, kona Jóns Brynjólfssonar, White Rock, B.C.; Ingi-
mundur, í Blaine, Wash.; Lárus og Pétur, báðir nú í
Reykjavík. — Sigurjón og Jóhanna eru nú bæði dáin.
Gunnar Guðmundsson, ættaður úr Vogunum í Gull-
bringusýslu. Kona hans Kristín Þórðardóttir Gunnars-
sonar. Komu vestur hingað frá Winnipegosis. Þeirra er
áður getið í fyrrnefndum þáttum Finnboga Hjálmarsson-
ar hér í Almanakinu. Þau bjuggu hér allmörg ár og fam-
aðist mjög vel, enda mestu dugnaðar og ráðdeildarhjón.
Tóku mikinn og góðan þátt í félagsmálum byggðarinnar
og styrktu með ráði og dáð hvert gott málefni og fyrir-
tæki. Eru nú flutt til Vancouver, B.C.
Gunnhildur Guðmundsdóttir (Mrs. Hanson), þá ek-
kja, nam land hér nokkru síðar, en seldi það fljótlega og
byggði í Wynyard og er þar enn. Hún er dóttir Guð-
mundar Guðmundssonar bónda að Skáney í Reykholts-