Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 70

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 70
72 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: stöðu, var því búinn út dálítill samkomusalur. Þar komu Islendingar saman á sunnudögum, bæði karlar og konur, og var þar húslestur lesinn. Oftast nær mun Jón Þórðar- son sjálfur hafa lesið; þótti fléstu fólki mjög vænt um þetta og sótti samkomur þessar vel. Lá þá vel á flestum og þótti þeim hátíð að fá að hitta landa sína á helgum, sem bundnir voru í föstum vistum, kvenfólkinu einkum, sem fáar tómstundir hafði á virkum dögum.” (“Saga ísl- enzku nýlendunnar í bænum Winnipeg”, Almanak O. S. Thorgeirssonar, 1903, bls. 45). Jón var einnig fyrsti forseti fyrsta Islendingafélagsins í Winnipeg, sem stofnað var haustið 1877. Og eftir að hann fluttist til N. Dakota ári síðar, gerðist hann þar jafn áhugasamur um félagsmál, og átti tvisvar sæti á löggjaf- arþingi ríkisins, 1899 og 1901. Rósa kona hans var og hinn mesti skörungur að dómi allra kunnugra. Franklin T. Thordarson var því kvistur sprottinn af traustum stofni. Hann var einnig í fvllsta skilningi orðs- ins bam hinna fyrstu landnámsára, því að hann var fæd- dur í bjálkakofa nálægt heimilsréttarlandi foreldra sinna í grennd við Pembina, N. Dakota, fyrsta vetur þeirra þar, 14. apríl 1879. Er frumbýlisskýli foreldra hans suður þar og annari aðbúð þann vetur lýst með þessum orðum í riti Þorstínu S. Jackson: Saga Islendinga í N. Dakota, og er frásögnin byggð á handriti Rósu sjálfrar: “Jón hafði engin tök til að byggja á heimilsréttarland- inu, en fékk leigðan bjálkakofa nálægt því til að búa í um veturinn, með einum glugga á norðurhlið, svo ekki var við ofbirtu hætt innan veggja. Vetrarfórði var lítill, og atvinna engin yfir veturinn, nema lítilsháttar við skóg- arhögg hjá landnemum, sem á undan voru komnir. Kart- öflur og brauð var helzta viðurværi, sem hægt var að afla sér, og það gat jafnvel brugðist daga og dag, en aldrei lengur í senn. Þama fluttu þau inn með þrjú börn, og það fjórða bættist við um veturinn. Um vorið 1879
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.