Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 70
72
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
stöðu, var því búinn út dálítill samkomusalur. Þar komu
Islendingar saman á sunnudögum, bæði karlar og konur,
og var þar húslestur lesinn. Oftast nær mun Jón Þórðar-
son sjálfur hafa lesið; þótti fléstu fólki mjög vænt um
þetta og sótti samkomur þessar vel. Lá þá vel á flestum
og þótti þeim hátíð að fá að hitta landa sína á helgum,
sem bundnir voru í föstum vistum, kvenfólkinu einkum,
sem fáar tómstundir hafði á virkum dögum.” (“Saga ísl-
enzku nýlendunnar í bænum Winnipeg”, Almanak O. S.
Thorgeirssonar, 1903, bls. 45).
Jón var einnig fyrsti forseti fyrsta Islendingafélagsins
í Winnipeg, sem stofnað var haustið 1877. Og eftir að
hann fluttist til N. Dakota ári síðar, gerðist hann þar jafn
áhugasamur um félagsmál, og átti tvisvar sæti á löggjaf-
arþingi ríkisins, 1899 og 1901. Rósa kona hans var og hinn
mesti skörungur að dómi allra kunnugra.
Franklin T. Thordarson var því kvistur sprottinn af
traustum stofni. Hann var einnig í fvllsta skilningi orðs-
ins bam hinna fyrstu landnámsára, því að hann var fæd-
dur í bjálkakofa nálægt heimilsréttarlandi foreldra sinna
í grennd við Pembina, N. Dakota, fyrsta vetur þeirra þar,
14. apríl 1879. Er frumbýlisskýli foreldra hans suður þar
og annari aðbúð þann vetur lýst með þessum orðum í
riti Þorstínu S. Jackson: Saga Islendinga í N. Dakota, og
er frásögnin byggð á handriti Rósu sjálfrar:
“Jón hafði engin tök til að byggja á heimilsréttarland-
inu, en fékk leigðan bjálkakofa nálægt því til að búa í
um veturinn, með einum glugga á norðurhlið, svo ekki
var við ofbirtu hætt innan veggja. Vetrarfórði var lítill,
og atvinna engin yfir veturinn, nema lítilsháttar við skóg-
arhögg hjá landnemum, sem á undan voru komnir. Kart-
öflur og brauð var helzta viðurværi, sem hægt var að afla
sér, og það gat jafnvel brugðist daga og dag, en aldrei
lengur í senn. Þama fluttu þau inn með þrjú börn, og
það fjórða bættist við um veturinn. Um vorið 1879