Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 71
ALMANAK
73
byggði Jón viðunanlegt íbúðarhús á landi sínu, og byggð-
in fór að aukast í kring.”
Vegna þess hverju ljósi lýsing þessi varpar á frum-
byggjalífið hefir hún verið felld inn í þann æviþátt, sem
hér er rakinn; enda var Franklin það barnið, sem þeim
Jóni og Rósu bættist í hópinn um veturinn í gluggalitla
bjálkakofanum.
Franklin ólst síðan upp á bændabýlinu hjá foreldrum
sínum, og kynntist því af eigin reynd landnemalífinu,
baráttu þess og sigrum. Hann naut barna- og unglinga-
skólakennslu í Garðarbyggð og Hensel, því að foreldrar
hans bjuggu á þeim slóðum á því timabili. En hugur hans
hneigðist til hærra náms, enda hefir hann vafalaust, eftir
föngum, notið til þess stuðnings foreldra sinna, og ekki
ólíklega hvatningar séra Friðriks J. Bergmanns, sem á
þeim árum var prestur í Garðarbyggð. Eins og fleiri ung-
ir menn þaðan, svo sem þeir dr. B. J. Brandson og Stein-
grímur Hall, söngfræðingur og tónskáld, stundaði
Franklin Thordarson nám á Gustavus Adolphus College,
St. Peter, Minnesota, og útskrifaðist þaðan 1901.
Framhaldsnám hóf hann síðan á ríkisháskólanum í
N. Dakota (University of North Dakota), og lauk þar
kennaraprófi vorið 1903. Jafnframt byrjaði hann einnig
undirbúningsnám til meistaraprófs, en ástæður munu
eigi hafa leyft honum að ljúka því. Hann gart sér ágætt
orð sem námsmaður og tóíc mikinn þátt í félagslífi stúd-
enta. Hann var í kappræðuflokki háskólans, og þótti hinn
prýðilegasti ræðumaður, skörulegur í málaflutningi sín-
um. Einnig var hann í söngflokki háskólans, því að hann
var söngmaður góður. Á þessum árum stóð félag ísl-
enzkra stúdenta við háskólann með miklum blóma, og
var Franklin ritari þess og féhirðir.
Að háskólanáminu loknu gerðist hann kennari og
skólastjóri gagnfræðaskóla, fyrst í Nicollet, Minnesota,
og þar kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinni, Ölmu Child-