Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 75
HORFT UM ÖXL
(Erindi flutt á fimmtíu ára afmæli Brown byggðar,
15. júlí 1949)
Eftir Thorstein J. Gíslason.
Þessi byggð, sem oft er nefnd 1—6 (one six), er þýðir
“Township 1, Range 6, west of lst Meridian, in Mani-
toba,” og einnig þekkist sem Brown eða Morden byggð,
var fyrst numin af Islendingum í maí 1899. Fáeinir ann-
ara þjóðamenn höfðu sezt hér að, flestir árið áður eða
1898. Islenzka byggðin hér var því 50 ára gömul síðast-
liðið vor.
Erfitt var að komast hingað frá Norður-Dakota það
votviðra vor, en frá Dakota komu nálega allir landnem-
arnir íslenzku fyrsta árið. Vegurinn hingað frá Walhalla,
N. Dakota, næstum að segja ófær. Það kom fyrir, að við
urðum að bera af vögnunum á sjálfum okkur, og jafnvel
hjálpa hestunum upp úr vilpum og forarpyttum.
Þegar hingað norður fyrir landamæralínuna kom, tók
ekki betra við. Svæði þetta var allt skógi vaxið, og enga
vegi um að tala. Þeir voru bara ekki til!
Kofamir, sem komið var upp fyrsta sumarið, vom
flestir byggðir í flýti úr óköntuðum bjálkum, margir með
torfþaki og moldargólfi.
En þrátt fyrir skort á öllu, sem nefnst gat þægindi, þá
var fólkið glatt og kátt. Starfsfjör og starfsgleði einkenndi
þessa landnema, og næstum að segja takmarkalaus dugn-
aður. Þeir horfðu til leiðarinnar framundan með ánægju