Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Síða 76
78
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og algjörri vissu um, að allt batnaði. K.N. okkar segir:
“Flestii- áttu ekkert,
og allt gekk þeim í vil.”
Þeir urðu 43 íslenzku landnemarnii- (landnámsmenn
og fjölskyldur þeirra) hérna, þegar flest var. En þó að
mai-gt kallaði að, og nóg værri að gera, þá myndaðist hér
strax félagslíf. Lestrarfélagið “Fróði” var stofnað fyrsta
sumarið eða haustið. Peningar til bókakaupa voru hafðir
inn með samkomum í “prívat” húsum, samskotum og árs-
gjaldinu, og bókasafn félagsins óx hröðum skrefum. Lest-
rarfýsnin var óseðjandi. “Fróði” er enn á lífi, á fjölda
bóka, flestar nú gamlar. Ekki peningar til að kaupa bæk-
ur fyrir með því verði, sem nú er á íslenzkum bókum.
Löngunin til að lesa íslenzkar bækur lítil, og fer þverr-
andi með ári hverju.
Söfnuðurinn hér var myndaður af séra Jónasi A. Sig-
urðssyni í apríl mánuði 1900, og er því meira en 49 ára
gamall. Þar sem tiltölulega fleiri af landnemunum voru
upprunnir úr Skagafirði en úr öðrum sveitum íslands,
þótti viðeigandi að kenna söfnuðinn við Guðbrand Hóla-
biskup og nefna hann Guðbrandssöfnuð. Vegna fámennis
og fátæktar höfum við aldrei getað haft heimilisfastan
prest né byggt kirkju í þessari byggð. Mér telst svo til,
að hingað hafi komið og flutt messur 15 prestar. Sumir
aðeins einu sinni, aðrir svo árum skipti. En lengst þjónaði
dr. Haraldur Sigmar, er var prestur okkar í 19 ár. Nú-
verandi prestur okkar er séra Sigurður Ólafsson í Selkirk,
Manitoba. Sárfár enskar messur hafa til þessa verið flut-
tar hér, svo fáar, að fingurnir á annari hendinni mundu
nægja til að telja þær á. Sunnudagsskóli hefir fram að
þessu farið fram á íslenzku; uppfræðsla bama undir
fermingu og fermingarathöfnin einnig ennþá farið fram