Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 77
ALMANAK
79
á íslenzku máli. En þetta er að þakka fórnfærzlu og alúð
þeirra, sem þetta hafa annast, og nú um mörg ár ungri
íslenzkri stúlku, sem búið hefir börn undir fermingu að
mesti leyti.
Knattleikafélag (“Baseball Team”) var myndað hér
árið 1900 af Páli Thomasson. Flokkur þessi vakti mikla
ánægju og var frægur hér um slóðir.
Homleikaflokkur (“Brass Band”) var stofnaður, að eg
held árið 1903. Mjög var þetta myndarlegur flokkur og
eftir atvikum vel æfður, og ánægja að hlusta á hann.
Guttormur skáld Guttormsson var fenginn til að æfa
flokkinn og var hér mikinn part af vetri. Þá var glatt á
hjalla í byggðinni!
Mörg fleiri félög hafa starfað í byggðinni. Snemma á
árum var stofnað kvenfélag, er nefndist “Fjallkonan”,
en hætti þegar útflutningar hófust héðan til Vatnabyggða
í Saskatchewan og annara sveita. Þá töpuðum við helm-
ing af landnemunum og höfum aldrei beðið þess bætur.
Seinna, eða 1929, var stofnað annað kvenfélag, “Fjólan”,
sem hefir starfað með fjöri og dugnaði fram á þennan
dag.
Enn önnur félög hafa starfað hér, svo sem Good
Templara stúka, stofnuð af Arinbimi S. Bárdal 1914, sem
starfaði með fullu fjöri nokkuð mörg ár, en hætti, er vín-
bannslögin sælu gengu í gildi í Manitoba. Rauða Kross
félag lagði mikið á sig og afkastaði miklu meðan á heims-
styrjöldunum stóð, en er nú lagt niður.
Þjóðræknisdeildin “Island” var stofnuð 1921, og er
enn með góðu lífi.
Svo ætla eg ekki að hafa þetta lengra, en vil þakka
íslenzku landnemunum bæði lífs og liðnum fyrir dugn-
aðinn, áhugasemina og glaðværðina. Fólkið hér er og
hefir verið gott fólk. Islenzku hefir verið haldið hér við
fullt eins vel og jafnvel betur en sumstaðar annarsstaðar.
Maður getur, enn sem komið er, ávarpað unglinga og