Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Side 81
ALMANAK
83
Ólöf naut ágætrar mentunar eftir því sem hennar tíð
taldi metin. Og eftir því, að mörgu leyti, sem allir sannir
tíðar andar hljóta að telja gildin. Fyrst, nokkru eftir ferm-
ingu, fór hún að heiman til vistarráðs og náms til frú
Hólmfríðar Þorsteinsdóttur, konu séra Arnljóts Ólafs-
sonar, í Sauðanesi. Eftir því sem Ólöf lýsti frú Hólmfríði
þá hefir hún verið yfirburða og ágætiskona á margan
hátt. Búkona með ágætum, er lét sér ant um bæði vellíð-
an og viðhald búpenings síns og stjórnaði með nákvæmni
og röskleik innivinnu allri. Frú Hólmfríður skipaði aldrei
fólki sínu til verka né skammaði það heldur beiddi það
um að vinna og vandaði um með stillingu. Séra Amljótur
Ólafsson var góðvildin sjálf í allri umgengni við vinnu-
fólkið, en hugur hans virtist meira á bóklega sviðinu en
búskapar, enda vissi hann að hann átti hauk í horni þar
sem húsfreyjan var.
Ólöf var tvo vetur á Akureyrar kvennaskóla. Það var
upphaflega Laugalandsskólinn og má geta þess að fyrsta
forstöðukona þess skóla var frú Valgerður Þorsteins-
dóttir, systir frú Hólmfríðar að Sauðanesi. Þær vom
dætur séra Þorsteins á Hálsi.
Ólöfu Sigbjörnsdóttur gekk námið vel bæði til munns
og handa, en hún skaraði samt sérstaklega framúr með
fögmm hannyrðum sínum. Hún skrifaði lista fagra rit-
hönd og allur útsaumur hennar var í fremsta flokki. Hún
gat líka stílað ágætlega vel á íslenzka tungu.
Eftii- að Ólöf hafði útskrifast með ágætis einkunn af
Akureyrar kvenna skólanum, fór hún á Flensborgar skól-
ann. Hafði hún í huga að verða kennari. Hún útskrifaðist
frá Flensborg einnig með góðri einkunn og hefir vafa-
laust bæði hún og fólk hennar hugað gott til framtíðar
hennar, en þá kom dauðinn og tók móður hennar. Brá
þá faðir hennar búi og fjölskyldan fluttist til Ameríku.
Þó Ólöf væri komin yfir tvítugsárin, er þetta skeði,
hafði móður missirinn og heimilismissirinn og öll breyt-