Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 83
ALMANAK
85
unum, þá saiunaði hún töluvert og heklaði líka, af fínu
verki. Þess má geta, að auk þess sem hún lærði hannyrðir
hjá dætrum séra Arnljóts Ólafssonar, þá, er hún hafði
lokið kennara prófinu á Flensborg, á Islandi, kom hún
sér í tíma kenslu í hannyrðum hjá fröken Ingibjörgu H.
Bjamason, síðar alþingismanni og Kvennaskólastjóra í
Reykjavík og nam hjá henni mikið í glitsaum (kunst brod-
erí). Það var því sízt að undra þó hún hefði gaman af að
grípa í þessa hluti, er frístundir leyfðu. Ólöf setti verk
sitt oft á sýningar hér í Vesturlandinu og hlaut verðlaun
alltaf af fremstu tegund, þar á meðal Gullmedahu Henry
Birks and Sons, nokkuð snemma á árum hér, á sýningu
í Foam Lake. Hún var bæði mikilvirk og velvirk.
Allt, sem Ólöf lagði hönd á að vinna, var vel unnið.
Það var sama hvort það var að þvo gólf, þvott, eða gera
hannyrðir og fínan mat. Það var satt, að hún vildi leggja
vel í það sem hún gerði, ekki síst þegar um það ræddi
að selja almenningi og vera ábyrgur fyrir útlátunum fyrir
húsbændanna hönd, en hún komst fljótt upp á lag með
að bæta upp á einn og annann veg með hyggindum og
nýtni það sem meira þurfti í að leggja á annann. Til
dæmis á hótelinu í Lanigan, þar sem hún vann í full
fjórtán ár nær því síðasta, þá notaði hún afrensli fitunnar
af kjötinu, sem áður hafði verið selt við litlu verði eða
ekki hirt, notaði það bæði í mat og svo bjó hún til alla
þvotta sápu fyrir hótelið, flest árin sem hún var þar.
Mörgu fleira hagaði hún til hagnaðar við störf sín eftir
að hún var komin á gott lag við þessi verk.
Ólöf var trygglynd í mesta máta og unni skyldmenn-
um sínum af heilum og sterkum hug. Þegar frænkur
hennar, frá þessu heimili, voru að fara fram og aftur á
Kennaraskólann, í Saskatoon, lá leið þeirra um hennar
slóðir. Aldrei átti hún svo annríkt, að hún hefði ekki ein
hver ráð með að koma ofan á jarbrautarstöðina og gleðja
þær með gjöfum smáum eða stórum. Svo var henni ávalt