Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 104
106
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
að hann var póstafgreiðslumaður og héraðshöfðingi í Rosseau-
byggð þeirra í Ontario um 20 ára skeið, en síðar búsettur í
Edmonton, Alta., og í Campbell River á Vancouver-eyjunni
í British Columbia.
MAl 1948
21. Oddný Kristjánsson (Ekkja Sigurðar Kristjánssonar, d. 1925),
að heimili sínu að Mountain, N. Dak. Fædd að Úlfsstöðum í
Skagafirði 10. sept. 1860. Foreldrar: Gísli Guðmundsson og
Oddný Magnúsdóttir. Fluttist til Vesturheims 1883 og til N.
Dakota þrem árum síðar.
JÚNl 1948
2. Wilhelm Alex Finney, landnámsmaður í Asham Point byggð
(Bay End P.O.) við Manitobavatn. Fæddur í Winnipeg 21. jan.
1883. Foreldrar: Friðfinnur Finney, verzlunarmaður, og Þór-
dís kona hans.
9. Jóhann Guðmundsson Staðfeld söðlasmiður, að elliheimilinu
“Betel”, Gimli, Man. Fæddur 18. jan. 1858 í Stangarholti,
Borgarhreppi í Mýrasýslu. Foreldrar: Guðmundur Guðmunds-
son og Guðrún Brynjólfsdóttir. Kom til Canada aldamótaárið
og hafði fram á síðustu ár búið í nágrenni við Riverton, Man.
JÚLl 1948
5. Þorsteinn Kjartansson Anderson, á sjúkrahúsi í Victoria, B.C.
Fæddur á Dýrastöðum í Norðurárdal í Mýrasýslu 4. nóv. 1863.
Foreldrar: Kjartan Einarsson og Guðbjörg Benediktsdóttir.
Kom til Vesturheims 1887 og hafði verið búsettur í Victoria
síðan 1890.
20. Jón Bjömson Johnson, að Lundar, Man. Fæddur að Eyjaseli
í Norður-Múlasýslu 24. sept. 1885. Foreldrar: Björn Jónsson
og Guðrún Pálsdóttir. Fluttist hann barnungur með þeim vest-
ur um haf og hafði átt heima í Álftavatnsbyggð jafnan síðan,
síðasta aldarfjórðunginn að Lundar.
ÁGÚST 1948
8. Sigurður Jóhannes Stefánsson veggfóðrari, að heimili sínu í
Seattle, Wash. Fæddur 11. okt. 1878 að Bjargi í Miðfirði í
Húnavatnssýslu. Foreldrar: Stefán Guðmundsson og Þórey
Jónsdóttir. Hafði verið búsettur á Kyrrahafsströndinni síðan
hann kom vestur um haf aldamótaárið og í Seattle nema fyrstu
tvö árin.
OKTÓBER 1948
6. Soffía Einarsson (Guðbrandsdóttir Magnússonar á Hólmlátri
í Haukadal), að heimili sonar síns Guðbrands Einarsson í Ar-
gyle-byggð, Man., 91 árs að aldri. Kom til Vesturheims 1885
ásamt manni sínum, Einari Einarssyni frá Gunnarsstöðum í
Hörðudal í Dalasýslu, d. 1923.