Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Blaðsíða 105
ALMANAK
107
13. Guðlaug Sesselja Frederickson, ekkja Friðriks Friðrikssonar
Benjamínssonar landnámsmanns (d. 1925), að heimili dóttur
sinnar í Cypress River, Man., 87 ára gömul. Foreldrar: Pétur
Guðlaugsson Jónssonar prests á Barði í Fljótum og Jóhanna
Ólafsdóttir Jónssonar Þorleifssonar frá Stórholti í Fljótum.
Hafði dvalið langvistum vestan hafs.
28. Valdimar Gíslason, á sjúkrahúsinu i Wadena, Sask. Fæddur á
Hallgilsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu 3. sept. 1867. Foreldr-
ar: Gísli Þorsteinsson Gíslasonar á Stokkahlöðum í Eyjafirði og
Guðrún Björnsdóttir frá Laxárdal í Þistilfirði. Fluttist af Is-
landi Hl N. Dakota 1887, varð nokkrum árum síðar landnáms-
maður í grennd við Churchbridge, Sask., en seinni árin bú-
settur í nágrenni Wynyard, Sask.
30. Guðrún Arason, kona Sigurðar Arason, kaupmanns í Grand
Forks, N. Dak., á sjúkrahúsi þar í borg. Fædd 29. nóv. 1889 í
Hallfríðarstaðakoti í Iiörgárhéraði í Eyjafirði, en fluttist vest-
ur um haf 1891 með foreldrum sínum, Gamalíel Thorleifsson
og Katrínu Tómasdóttur, til Garðar-byggðarinnar í N. Dakota.
31. Júlíus Björnsson, á sjúkrahúsi í Langdon, N. Dak. Fæddur að
Hlíð í Kollafirði í Strandasýslu 30. júlí 1870. Foreldrar: Björn
Jónsson og Þórdís Guðmundsdóttir. Fluttist vestur um haf til
N. Dakota 1887 og átti lengstum heima í Garðar- og Hallson-
byggð.
í okt. Halldór Björnsson, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar,
Margrétar og Jóns Goodman, í grennd við Hallson, N. Dak.
Fæddur 12. júlí 1862. Foreldrar: Bjöm Jónsson frá Marteins-
tungu í Holtamannahreppi í Rangárvallasýslu og Guðrún Jóns
dóttir frá Klofa í sömu sveit. Fluttist vestur um haf 1886 og
hafði lengstum búið í íslenzku byggðinni í Pembina-héraði.
Áhugamaður um safnaðarmál og önnur félagsmál, og söng-
hneigður með afbrigðum.
NÓVEMBER 1948
5. Benedikt K. Björnson, dýralæknir í Fargo, bráðkvaddur á gisti-
húsi í Devils Lake, N. Dak. Fæddur í grennd við Garðar, N.
Dakota, 10. marz, 1885. Foreldrar: Kristján Bjömson og Val-
gerður Þorsteinsdóttir. Stundaði fyrst nám í dýralækningum á
Landbúnaðarháskólanum í Fargo, en síðan á ríkisháskólanum
í Ohio, og útskrifaðist þaðan 1917. Hafði gengt meiriháttar
störfum í sérgrein sinni í N. Dakota og var eitt sinn forseti
Dýralæknafélags ríkisins og lét sig skifta önnur félagsmál;
er hann lést forseti Islendingafélagsins í Fargo.
7. Marsilena Niven, kona William Niven, á Almenna sjúkrahús-
inu í Winnipeg, Man., 49 ára að aldri. Fædd að Cold Springs
í grennd við Lundar, Man. Foreldrar: Helgi Oddsson og Stef-
anía Torfadóttir.
7. Jón Elías Jóhannesson Straumfjörð, að heimili Halldórs sonar