Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 106
108 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
síns í Vancouver. Fæddur 13. marz 1869 í Hrísdal í Mikla-
holtshreppi í Snæfellsnessýslu. Foreldrar: Jóhann Elíasson
Straumfjörð og Kristbjörg Jónsdóttir. Fluttist með þeim vestur
um haf til Mikleyjar 1876. Landnámsmaður 1902 í Grunna-
vatnsbyggð og lengi búsettur þar, en síðustu tíu árin á Kyrra-
hafsströndinni. \
8. Ögmundur Jónsson Bíldfell, starfsmaður hjá Strætisvagnafél-
aginu í Winnipeg, á Almenna sjúkrahúsinu þar í borg. Fædd-
ur á Bíldfelli í Grafningi í Ámessýslu 16. ágúst 1866. For-
eldrar: Jón Ögmundsson og Þjóðbjörg Ingimundardóttir. Flut-
tist með föður sínum til Canada árið 1887 og hafði verið (
búsettur í Winnipeg um 50 ára skeið.
12. Elín Sesilía Einarsson, ekkja Hans Einarsson (d. 1942), að
heimili dóttur sinnar í Grafton, N. Dak. Fædd í Bolungarvík
2. júlí 1873. Foreldrar: Friðfinnur Jónsson Kernested og Rann-
veig Magnúsdóttir. Fluttist af Islandi til Winnipeg 1887, en
hafði Iengstum átt heima að Garðar, N. Dak.
DESEMBER 1948
1. Vilhjálmur Pétursson, að heimili sínu í Langruth-byggð, Man.
Fæddur 30. maí 1872 að Felli í Biskupstungum í Árnessýslu.
Foreldrar: Pétur Einarsson kaupmans Jónassonar í Reykjavík
og Halla Magnúsdóttir Jónssonar dannebrogsmanns frá Bráð-
ræði við Reykjavík. Fluttist með föður sínum til Cananda 1888
og hafði áratugum saman verið bóndi í Langruth-byggð.
3. Kristrún Halldóra Hall, ekkja Ólafs Hallgrímssonar Hall (d.
1942), að heimili Mr. og Mrs. J. O. Björnsson, í Wynyard,
Sask. Fædd að Öxará í Bárðardal í Norður-Þingeyjarsýslu 19.
okt. 1858. Foreldrar: Jón Jónsson Bergþórsson og Sigríður
Halldórsdóttir. Fluttist vestur um haf með móður sinni 1890;
hafði verið búsett í Wynyard-byggð síðan 1905.
10. Guðjón Ingimundarson trésmiðameistari, að heimili dóttur sin-
nar og tengdasonar, Mr. og Mrs. S. H. Briem, Riverton, Man.
Fæddur að Draumbæ í Vestmannaeyjum 30. júní 1866. For-
eldrar: Ingimundur Sigurðsson og Katrín Þorleifsdóttir. Kom
til Winnipeg 1891 og hafði verið búsettur þar öll hin síðari ár,
en fyrri í Selkirk. Áhugamaður um safnaðar- og kirkjumál.
12. Landnámsmaðurinn Sigurður B. Einarsson Hnappdal, að heim-
ili sínu í Cavalier, N. Dak., 91 árs að aldri. Foreldrar: Einar
Jónsson Hnappdal, talinn ættaður úr Hnappadalssýslu en fæd-
dur að Svarfhóli í Mýrasýslu, og Halla Jónsdóttir frá Háhóli í
Mýrasýslu. Fluttist vestur um haf 1874 með foreldrum sínum
til Kinmount, Ont., síðan til Marklands, og nokkru eftir 1880
til N. Dakota, þar sem hann gerðist landnemi í grennd við *
Hallson.
12. Jónína Sigurbjörg Stefánsson, kona Guðmundar Stefánsson, á
heimili sínu, að Vestfold, Man., 66 ára að aldri. Fædd í Winni-
peg; foreldrar: Ilalldór og Guðný Jónsson.