Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 107
ALMANAK
109
14. Sigurður Hannesson landnámsmaður, að lieimili sínu í Víði-
nesbyggð, Man. Fæddur á Kjarvalsstöðum i Hjaltadal í Skaga-
fjarðarsýslu 7. ágúst 1861. Foreldrar: Hannes Þorsteinsson og
Jóhanna Ingimundardóttir. Kom til Canada aldamótárið og
hafði, að undanteknum tveim fyrstu árunum vestra, verið bú-
settur í Víðinesbyggð.
18. Sigríður Bergsson, kona Rafnkels Bergssonar húsasmiðs í
Winnipeg, Man., á heimili þeirra hjóna þar í borg. Fædd 11.
nóv. 1870 að Ámanesi í Hornafirði. Foreldrar: Einar Stefáns-
son og Lovísa Benediktsdóttir. Kom vestur um haf 1904. Al-
systir Stefáns Einarssonar ritstjóra.
22. Jónína Margrét Eggertsson, að heimili sínu í Winnipeg, 54 ára.
24. Sigurður Árnason byggingameistari,_ að heimili sínu í Evan-
ston, 111. Fæddur 25. nóv. 1882 að Árnastöðum í Loðmundar-
firði. Foreldrar: Árni Sigurðsson og Katrín Hildibrandsdóttir.
Flutti til Canada 1902 og átti heima í Manitoba til 1926, en
fluttist þá til Wilmette, Illinois, sem er hluti Chicago-borgar,
en var síðari árin búsettur í Evanston, 111. Forystumaður í fél-
agskap íslendinga í Chicago, bókhneigður mjög og skáld-
mæltur vel.
29. Albert C. Petursson kornkaupmaður að heimili sínu í Reynaud,
Sask. Fæddur á Siglufirði 24. marz 1893. Foreldrar: Jakob
Pétursson og Anna Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf með for-
eldrum sínum 1903 og var lengstum búsettur í grennd við
Leslie, Sask. Söngmaður góður.
31. Paul Goodman, að heimili sínu í Selkirk, Man., 84 ára. Kom
um aldamótin vestur um liaf; settist fyrst að á Gimli en flutti
síðar til Selkirk. Starfsmaður ýmsra fiskifélaga þar í bæ.
JANÚAR 1949
1. Bogi Sigurgeirsson, áður í Mikley, Man., að heimili dóttur
sinnar, Mrs. Þorsteinn Pálsson, í Steveston, B.C. Fæddur 10.
apríl 1869 að Grund í Eyjafirði. Foreldrar: séra Sigurgeir Jak-
obsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Kom vestur um haf 1890,
settist fyrst að á Gimli, en flutti brátt til Mikleyjar og var þar
nema síðasta æviár sitt. Hagleiksmaður mikill og söngmaður.
2. Arnbjörg Vopni, kona Ágústs Vopni, að elliheimilinu “Betel”,
Gimli, Man., 83 ára. Fædd að Hólmum í Vapnafirði. Foreldr-
ar: Jón Jónsson og Aðalbjörg Friðfinnsdóttir. Kom til Canada
J.892.
6. Sigurveig Sveinsson, á sjúkrahúsi í Bellingham, Wash., nálega
75 ára að aldri.
9. Kristjana Benediktsdóttir Magnússon, ekkja Péturs Jóhannes-
sonar Magnússon landnema, að heimili sínu í Arborg, Man.
Fædd 7. marz 1870 á Einarsstöðum í Kræklingahlið við Eyja-
fjörð. Foreldrar: Benedikt Jónasson og Ingibjörg Kristjáns-
dóttir, ættuð frá Hvassafelli í Eyjafirði. Kom vestur um haf