Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 108
110
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
til N. Dakota 1892, en hafði verið búsett í Nýja-íslandi síðan
1901.
12. Jónas Sveinsson, að heimili sínu í Blaine, Wash.,79 ára gamall.
12. Guðrún Þorláksdóttir Ólafsson, kona Kristjáns Ólafsson land-
nema í Foam Lake byggðinni í Saskatchewan, á sjúkrahæli í
Weybum, Sask. Fædd 24. okt. 1863 að Galtastöðum í Gaul-
verjabæjarhreppi í Árnessýslu. Foreldrar: Þorlákur Pálsson,
ættaður undan Eyjafjöllum, og María Friðfinnsdóttir. Kom
vestur um haf til N. Dakota 1893, en hafði verið búsett yfir
30 ár í Foam Lake byggð.
14. Jónína Nelson, kona Frederick Philip Nelson (af sænskum ætt-
um), á sjúkrahúsi í Eriksdale, Man. Fædd í Lundar-byggð í
Manitoba 21. júní 1912, dóttir Guðjóns og Guðrúnar Erickson.
16. Þórður Þórðarson kaupmaður, á heimili sínu að Gimli, Man.
Fæddur á Vatnsleysuströnd 9. júní 1877, en ólst upp að Gróttu
á Seltjarnamesi. Foreldrar: Þórður Jónsson og Sigurbjörg Sig-
urðardóttir. Kom vestur um haf 1905 og hafði verið búsettur
að Gimli síðan 1907. Athafnamaður mikill, er tók margþættan
þátt í íslenzku félagslífi, og átti meðal annars sæti í bæjarráði
Gimlibæjar.
21. Helga Pálsson Fredin, í Geraldton, Ont., 42 ára að aldti. For-
eldrar: Jónas Pálsson hljómlistarkennari og Emily Baldvins-
dóttir (Baldvinsson ritstjóra). Kunn fyrir tónlistar-hæfileika
sína og hafði unnið margvísleg verðlaun á því sviði, meðal
annars heiðurspening úr gulli á Toronto sýningunni (Exhibi-
tion) 1922.
24. María Guðrún Oddsdóttir Árnason, kona Ingjalds Árnasonar,
á hjúkrunarhæli í Marshall, Minn. Fædd 1. júlí 1869 í Keldu-
hverfi. Fluttust vestur um haf 1891, fyrst til Selkirk, en fluttu
síðan til Sweet Prairie, Minn.; bjuggu nokkur síðustu árin í
Minneota, Minn. Kunn fyrir skáldskap sinn í vestur-íslenzkum
blöðum og tímaritum. Alsystir Þorsteins Oddssonar fasteigna-
sala, fyrrum í Winnipeg.
26. Sigurbjörg Bilsland, kona John David Bilsland, að heimili sínu
í Winnipeg, Man. Fædd í Reykjavík 10. júlí 1900. Foreldrar:
Sigurður Þórðarson frá Gróttu á Seltjarnarnesi og Guðríður
kona hans. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1912
og nokkrum árum síðar til Winnipeg.
27. Hans Jónsson, á sjúkrahúsi í Glenboro, Man. Fæddur að Hall-
bjarnarstöðum á Tjörnesi 16. sept. 1870. Foreldrar: Jón Jóns-
son Vigfússonar og Sigríður Jónsdóttir. Kom frá íslandi til
Argyle-byggðar 1888 og átti þar heima síðan.
30. Sigvaldi B. Gunnlaugsson, á heimili sínu í Baldur, Man. Fæd-
dur 18. ágúst 1876 að Flögu í Suður-Múlasýslu ,en kom vestur
um haf með foreldrum sínum, Brynjólfi Gunnlaugssyni og
Halldóru Sigvaldadóttur, árið 1878. Bóndi í Argyle-byggð um
fjörutíu ára skeið.