Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 109
ALMANAK
111
30. Einar Jónsson BreiðfjörS, á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar í Bantry, N. Dak. Fæddur í Sælingsdal í Hvammssveit í
Dalasýslu 2. ágúst 1864. Foreldrar: Jón Jónsson og Þuríður
Grímsdóttir. Flutti til Vesturheims 1893 og hafði lengstum átt
heima í Mouse River byggðinni í Norður-Dakota. Fróðleiks-
maður, einkum í ættfræði.
FEBRtJAR 1949
4. Salome Jónatansdóttir Pétursson, kona Jóhannesar Pótursson
landnema í Geysisbyggð í Nýja-lslandi, á heimili sínu. Fædd
3. ágúst 1862 á Tannstöðum í Staðarsveit í Húnavatnssýlu.
Foreldrar: Jónatan Jakobsson og Margrét Skúladóttir. Kom
vestur um haf til Winnipeg aldamótaárið, en fluttist sex árum
síðar til Nýja-íslands.
6. Jón Jónsson landnámsmaður, að heimili sínu í Edmonton, Al-
berta. Fæddur í maí 1860 að Kolgröf í Skagafirði. Foreldrar:
Jón Pétursson og Ingunn Ólafsdóttir. Kom vestur um haf til
Nýja-íslands með foreldrum sínum 1876, fluttist um 1881 til
íslenzku byggðarinnar í Pembina-héraði í N. Dakota og þaðan
um 1888 til Markerville byggðarinnar í Alberta, en til Edmon-
ton 1902 og rak þar árum saman fasteignasölu og húsabygg-
ingar í stórum stíl. Meðal barna hans var Ólafur T. Johnson,
fyrrum ritstjóri “Heimskringlu” (Um Jón Jónsson, sjá Alm.
Ó.S.Th. 1911 og 1914.)
11. Guðrún Þorsteinsdóttir Torfason, ekkja Guðmundar Torfason-
ar landnema (d. 1922), á heimili sínu að Lundar, Man. Fædd
að Rauðsgili í Hálsasveit í Borgarfirði syðra 21. ágúst 1855.
Foreldrar: Þorsteinn Guðmundsson og Guðrún Guðmunds-
dóttir. Flutti vestur um haf með manni sínum aldamótaárið
og settust að í Grunnavatnsbyggð.
11. Jóhann Thómasson, að heimili sínu í Garðar-byggð í Norður-
Dakota. Fæddur að Ási á Þelamörk í Eyjafjarðarsýslu 25. okt.
1869. Foreldrar: Tómas Jóhannsson Pálssonar prests að Bægi-
sá og Katrín Tómasdóttir systir Egils hreppstjóra á Bakka í
Öxnadal. Fluttist vestur um haf til Norður-Dakota 1888 og
hafði lengstum verið búsettur í Garðar.
12. Bergljót Ingibjörg Margrét Laxdal, á sjúkrahúsi í Winnipeg,-
Fædd 26. júní 1927 í grennd við Baldur, Man. Foreldrar:
Einar og Jóna Laxdal.
19. Guðmundur Davíðsson trésmiður frá Riverton, Man., á sjúkra-
húsinu að Gimli, Man., 81 árs gamall.
19. Rósa Davíðsdóttir Nordal, kona Lárusar Nordal landnema í
Vatnabyggðum í Saskatchewan, á heimili sínu að Gimli, Man.
Fædd að Kristnesi í Eyjafirði 9. nóv. 1866. Foreldrar: Davíð
Kristjánsson og Sigriður Bjarnadóttir. Flutti vestur um haf til
Winnipeg 1893, en hafði frá 1905 fram á síðari ár verið búsett
í grennd við Foam Lake og Leslie, Sask. Gat sér framan af
árum orð sem leikkona.