Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 111
ALMANAK
113
11. Óvidía Swainson (Sveinsson), kona Sveins Sveinssonar, að
heimili sínu í Winnipeg, Man., 78 ára að aldri. Kom til Winni-
peg fyrir 55 árum síðan.
12. Snæbjöm Jóhannsson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man.
Ættaður úr Loðmundarfirði, fæddur 22. apríl 1868. Foreldrar:
Jóhann Jóhannsson og Guðrún kona hans. Kom vestur um haf
nokkru eftir aldamótin og hafði dvalið á ýmsum stöðum, ofts-
innis í grennd við Piney, Man.
13. Þórarinn Stefánsson (Gamalíelsson frá Ilaganesi við Mývatn),
í Winnipegosis.
18. Jónatan Johnson, í Kelowna, B.C. Fæddur að Shoal Lake,
Man., 12 okt. 1897. Foreldrar: Isleifur Guðjónsson og Guðleif
Jónatansdóttir.
20. Sigurður Davíðsson landnemi, k sjúkrahúsi í Grafton, N. Dak.
Fæddur á Reynihólum í Húnavatnssýslu 10. nóv. 1866. Flutt-
ist til Vesturheims með foreldrum sínum, Davíð Jónssyni og
Þórdísi Guðmundsdóttur, árið 1876, fyrst til Nýja-íslands og
til Norður-Dakota árið 1882 og hafði átt heima í Garðar-
byggð jafnan síðan.
20. Gunnar Jón Goodman trésmiður, að heimili sínu í Winnipeg,
Man. Fæddur 9. nóv. 1869 og ættaður úr Húnavatnssýslu.
Foreldrar: Sigurður Guðmundsson (Goodman) og Sigurlaug
Gunnarsdóttir. Kom vestur um haf til Nýja-lslands með for-
eldrum sínum 1876, en hafði, að fáum árum undanteknum,
átt heima í Winnipeg.
21. Sigurjón Sigurðsson, frá Sandy Hook, Man., á Johnson Mem-
orial sjúkrahúsinu að Gimli, Man. Fæddur 24. júlí 1883 að
Hólum í Hjaltadal. Foreldrar: Sveinn Sigurðsson frá Ási á
Þelamörk í Eyjafjarðarsýslu og Signý Vilhjálmsdóttir frá Dal-
húsum á Langanesströnd. Fluttist barnungur vestur um haf til
Nýja-lslands með foreldrum sínum og átti þar heima til
dauðadags.
25. Vilborg Anderson, ekkja Sigfúsar Anderson málarameistara, að
heimili sinu í Winnipeg, Man., 85 ára að aldri. Ættuð úr
Stykkishólmi og kom til Winnipeg fyrir 65 árum.
25. Ragnhildur Anderson, ekkja Þorsteins K. Anderson, að heimili
sínu í Victoria, B.C. Fædd 24. sept. 1863 að Svignaskarði í
Borgarhrepp í Mýrasýslu. Foreldrar: Eiríkur Ólafsson og
Ragnhildur kona hans. Fluttu vestur um haf 1887, og höfðu
verið búsett í Victoria síðan 1890.
27. Þorvaldur Bjömsson Gíslason kaupmaður, að heimili sínu í
Minneota, Minn. Foreldrar: Björn Gíslason frá Hauksstöðum
í Vopnafirði og seinni kona hans. Fæddur 15. okt. 1869 á
Grímsstöðum á Fjöllum. Kom tíu ára gamall frá íslandi með
foreldrum sínum til Minneota. Bræður hans em þeir Jón bóndi
og fyrrv. ríkisþingmaður í Minnesota, í Minneota, og Árni
héraðsdómari í New Ulm, Minn.