Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Qupperneq 112
114
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
28. Ásgerður Magnússon, ekkja Ólafs Magnússonar (d. 1908), að
heimili dóttur sinnar, Fríðu Samson, að Akra, N. Dak. Fædd
7. nóv. 1863 á Hörðubóli í Miðdölum i Dalasýslu. Foreldrar:
Guðmundur Björnsson og Sigríður Vigfúsdóttir Reykdal. Kom
til Vesturheims 1886 og hafði verið búsett þar, að kalla sam-
fleytt síðan.
31. Ingjaldur Árnason, á sjúkrahúsi í Minneota, Minn. Fæddur
2. jan. 1870 í Reykjahverfi. Foreldrar: Árni Jónsson og Sigríð-
ur Sigurðardóttir. (Um komu hans vestur og dvalarstaði þeim
megin hafsins, sjá dánarfregn Maríu konu hans 24. janúar
hér að ofan.)
1 marz Friðjón Johnson lögfræðingur, að heimili sínu í St. James,
Man., 52 ára að aldri. Fæddur í Glenboro. Útskrifaðist í lög-
fræði frá Manitoba-háskóla 1922.
APRIL 1949
12. Jóhann ÓIi Bjömsson, einn af elztu landnemum Wynyard-
byggðar, að heimili sínu í Wynyard, Sask. Fæddur á Finn-
stöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu 14. ágúst 1865.
Foreldrar: Bjöm Jóhannsson og Jakobína Jóhannsdóttir. Flut-
tist til Vesturheims 1890, og eftir að hafa dvalið í Garðar-
byggð í N. Dakota, Þingvallanýlendunni í Saskatchewan og
Árgylebyggð í Manitoba, nam hann land í Vatnabyggðum
1907, en hafði átt heima í Wynyard-bæ rúman síðasta áratug-
inn. Áhugamaður um félagsmál og víðlesinn.
15. Jósefína Guðmundsdóttir Stefánsson, ekkja Sigurðar Stefáns-
sonar landnámsmanns, að heimili sínu við Kristnes, Sask.
Fædd að Klauf í Eyjafirði 29. sept. 1860. Þau hjón komu vest-
ur um haf til N. Dakota 1890, fluttu nokkru seinna til Winni-
pegosis og þaðan til Saskatchewan árið 1905. ■
20. Sigfús Sigfússon Borgfjörð, að Lundar, Man. Fæddur á Gils-
árvöllum í Borgarfirði í Norður-Múlasýslu 18. jan. 1864.
Flutti vestur um haf um aldamótin og hafði átt heima á ýms-
um stöðum í Manitoba, síðast á Lundar.
27. Sigurást Daðadóttir Bjömsson, ekkja Jóhanns Björnssonar (d.
1942), á Almenna sjúkrahúsinu í Innisfail, Alberta. Fædd 10.
ágúst 1863, ættuð úr Dalasýslu. Kom til Ameríku aldamótaárið
og hafði verið búsett í Markerville byggðinni í Alberta síðan
1905.
MAl 1949
3. Sigríður Magnússon, ekkja Guðmundar Magnússon, að heimili
sonar síns i Winnipeg, Man.
9. Þórarinn Guðmundsson, í Red Deer, Alberta. Fæddur 1870
að Skollatungu í Gönguskörðum í Skagafjarðarsýslu. Foreldr-
ar: Guðmundur Pétursson og Ása kona hans. Kom vestur um
haf 1876, var fyrst í Nýja-íslandi, síðan í íslenzku byggðinni
í N. Dakota, en flutti til Alberta 1891 og átti lengstum heima
í Red Deer.