Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1950, Page 114
116
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
aldri; sonur Steingríms og Elizabetar Thorsteinsson, landnema
í Kandaharbyggð í Saskatchewan.
JÚLl 1949
3. Mrs. Jón Daníelsson (maður hennar lést 1930), á sjúkrahúsi í
Deer Lodge, Man., nærri áttræð að aldri.
3. Velgerður Jóhanna Jónsdóttir, ekkja Guðjóns Erlendssonar (d.
1914), að High Bluff, Man. Fædd í Efstadal í Laugardal 12.
marz 1866. Foreldrar: Jón Ingimundarson og Þorbjörg Jóns-
dóttir Grímssonar. Kom til Canada með manni sínum 1899 og
settust þá þegar að á Iligh Bluff.
8. Svanborg Sigurðsson, ekkja Sigurmundar Sigurðssonar fyrrum
kaupmanns í Árborg og að Churchill (d. 1934), á Grace sjúkra-
húsinu í Winnipeg, 72 ára að aldri. Fædd að Dæli í Skíðadal
í Svarfaðardalshreppi í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar: Sigfús
Jónsson og Björg Jónsdóttir, íandnemar í Geysisbyggð; fluttist
með þeim af Islandi til Nýja-íslands 1883.
11. Jónas Lárus Johnson, á Poplar Point, Winnipeg-vatni, að fiski-
veiðum, 59 ára gamall. Foreldrar: Auðunn og Sigríður John-
son, er bjuggu um langt skeið að Gimli.
14. Sveinn Thorvaldson kaupmaður frá Riverton, á sjúkrahæli
dóttur hans, Mrs. T. R. Couch, Winnipeg, Man. Fæddur að
Dúki í Sæmundarhlíð í Skagafirði 3. marz 1872. Kom vestur
um haf með foreldrum sínum, Þorvaldi Þorvaldssyni og Þuríði
Þorbergsdóttur, hreppstjóra Jónssonar, er settust að i Ámes-
byggð í Nýja-lslandi. Hafði síðan laust eftir aldamót verið
kaupmaður í Nýja-lslandi. Viðkunnur forystu- og framtaks-
maður í sveitamálum og áhrifamaður í félagsmálum Islendinga
vestan hafs almennt. Albróðir dr. Thorbergs Thorvaldson pró-
fessors í Saskatchewan.
14. Aðalsteinn Kristjánsson byggingameistari, Hollywood-borg,
Calif. Fæddur á Bessahlöðum í Öxnadal í Eyjafirði 14. apríl
1878. Foreldrar: Kristján Jónasson og Guðbjörg Þorsteins-
dóttir, er síðar bjuggu að Flögu í Hörgárdal. Kom vestur um
haf til Canada 1901, en hafði dvalið langvistum í Bandaríkj-
unum. Stórhuga athafnamaðm og kunnur fyrir fróðleiksið-
kanir sínar og ritstörf; ánafnaði Islandi og Manitoba-háskóla
stórfé í erfðaskrá sinni.
23. Sigríður Þorleifsdóttir Friðriksson, ekkja Friðriks Friðriks-
sonar (d. 1927), á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd
25. ágúst 1864 að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu.
Foreldrar: Þorleifur Jónsson og Sigríður Þorbergsdóttir. Kom
frá íslandi til Canada 1887 og hafði um langt skeið verið bú-
sett í Lögbergs-byggðinni í Saskatchewan.
27. Sigurbjörg Guðrún Bjarnason, ekkja Sigurðar Bjarnasonar í
Brandon, Man. Fædd 1879 að Ilúnstöðum í Víndhælishreppi
í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Guðmundur Sigvaldason og