Afturelding - 01.08.1948, Síða 4
AFTURELDING
fSumarmótid á fSaudárkróki
.,Aldrci [lorsta sálaririnar svalar kenning nein,
sú sem ei á grunni OrSsins stendu skýr og hrein.
Lindin náðartær, líf enn gefiS fær.
Logann ennþá kveikir Drottins eldur skær.
Kór:
lá, gamla timuns GuSdómskraft,
|iá gömlu, hreinu trú,
og frumkristninnar ferska eld
ó, FaSir, gefSu nú.“
IJað var þessi sannfæring, þessi hjartans bæn,
sem sálinurinn 437 í nýju sálmabókinni okkkar
tlregnr upp í ljóðlínum, sem safnaði Hvítasunnu-
vinum til móts tlagana 20.—28. júní s.l.
Um það bil 100 manns voru mættir víðs vegar
af landinu, en alla vikuna var að bætast í hópinn
af athugulum áheyrendaskara, er einkum sóttu
vakningasamkomurnar og fylltu húsið kvöltl eftir
kvöld, þrátt fyrir það, að einmitt þessa dagana
breyttist tíðin og sólin tók að skína og ylja öllu lífi
á hverjum degi, eftir langvarandi vorkulda. Var
þetta ef til vill fyrirboði andlegrar vakningar yfir
þjóðina okkar?
Guð gefi það.
En þrátt fyrir góða þátttöku í mótinu, var margra
saknað, er eigi höfðu getað komið vegna fjarlægð-
ar og annarra liindrana. Ekki sízt vantaði í hópinn
af trúboðum og vinum, þá, er frá nágrannalönd-
um okkar hafa starfað liér á landi um undanfar-
in ár. Við vildum svo gjarna geta hrópað til
þeirra: Komið aftur, vinir! Island Jtarf vkkar
enn!
Þá var líka gleðin ekki hvað minnst yfir að hafa
Jiau hjónin Ericson og Signe ennþá hér. Þau áttu
einmitt Jtessa dagana 20 ára starfsafmæli á íslandi.
Guð blessi þau og launi þeim! Sem minningar-
orð frá Hvítasunnusöfnuðinum hér á landi var
þeim gefinn sálmur Davíðs, 126, 5—6:
„Þeir, sem sá með' tárum, munu
uppskera með gleðisöng,
grátandi fara menn og bera sæðið til sáningar,
nteð gleðisöng koma þeir aftur
og bera kornbundin heim.“
Að ytra útliti var mótið með svipuðum hætti
og áður: Bænastundir, Bihlíulestrar og kvöldsam-
komur í Bifröst, sem er rúmbezta samkomuhús
staðarins.
Gisting í barnaskólanum og á lieimilum, er góð-
fúslega tóku á móti gestunum og létu aðhlynningu
og umönnun í té af sanníslenzkri gestrisni. Skírn-
arathafnir fóru fram í okkar eigin htvsi, Fíladelfíu.
Þar mættust líka vinirnir daglega við sameiginlegt
horðhald. En systurnar sáu um prýðilega fram-
reiðslu á matnum, sem bræðurnir á staðnum höfðu
dreeið að. Allt saman af hinni mestu rausn.
Góður sameiningarandi ríkti á mótinu. Einhver
sagði sem svo: „Hér eru engir stórir, þess vegna
er svo gott að vera hér.“
Og ef til vill voru það einmittt frjálsu vitnis-
burðirnir sem mestan svipinn settu á þessar sam-
verustundir.
Þar kom í Ijós greinileg framför í hrevfingunni.
Vaxandi djörfung, af Guði gefin, til að vegsama
sinn ástkæra Frelsara fyrir Jvá miklu hluti, sem
hann hefur gjört.
Og „miklir hlutir“ voru Jvað, sem hér var vitn-
að um, t. d. sagði'ein konan frá því að Drottinn
Jesús læknaði hana um leið og hún frelsaðist, af
hjartakrampa, er hún var búin að ]:>iást af í 28 ár.
Margir aðrir söaðu frá, hvernig þeir hefðu fvrir
Jesú trú, öðlazt lækninau af alvarlegum sjúkdóms-
meinum. Enn fleiri höfðu Jió vitnisburð um dvrð-
legt frelsi sálarinnar og lausn úr viðium svndar
oa lasta, oe oft var kórinn endurtekinn: „Það er
sigur, sitrurkraft að fá. Sigur við Jesú blóð!“
Af biblíulestrum, sem fluttir voru daglega mun
efni Ásmunclar Eiríkssonar í Mark. 9, 9—10 hafa
gripið áheyrendurna einna mest. Sama þráin og
Páll postuli lætur í ljós í bréfi sínu til Filippímanna,
greip hjörtu okkar:
,,— ef mér mætti auðnast að ná til upprisunnar
frd dauðum. Ekki svo að ég hafi þegar náð þvi
eða sé Jregar fullkominn, en ég keppi eftir því, ef
ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er
höndlaður af Kristi Jesú.“
52