Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 13
hann um þetta. Hann sagði mér, aS liann hefði verið að leita þessarar reynslu um nokkurn tíma. Er ég hafði aflur rætt við Cdr. Wilgus, varð ég alveg sannfærður um, að ég yrði að fá skírnina í Heilögum Ar.da, — jafnvel þótt ég yrði að fara alla leið til Kaliforníu til Biskupakirkjunnar til að fá hana! Þessi kraftur, sem þeir töluðu um, var einmitt þessi staðfestandi, styrkjandi, leiðandi máttur, sem ég hafði verið að leita. Ray var leikmanna leiðtogi guðsþjónustu Safn- aðar Guðs (Assembly of God), sem haldin var i flotastöðinni á laugardagskvöldum. Hann stakk upp á, að við skyldum bíða og biðja við samkomu- lokin. Við buðum Doug Shake, sem öðlazt hafði þessa reynslu, og pastor Haraldi, sem er íslenzkur Starfsmaður Fíladelfíusafnaðarins í Keflavík, og einnig átti þessa reynslu, að koma og biðja með okkur. Gáið að því, að íslenzki pastorinn talaði ekki ensku, og allt, sem hann sagði, varð dóttir hans að túlka! Við setlumst niður saman og rædd- umst við í nokkra stund. Pas‘or Haraldur lagði áherzlu á þá staðreynd og studdi hana með Biblí- unni, að þessi reynsla er handa öllum kristnurn mönnum, sem leita hennar. Við báðum, og bróðir Shake og pastor Harald- ur lögðu hendur yfir ok'kur og háðu, og við öðl- uðumst skírn í Heilögum Anda. Samfara því tók- um við á mó‘i undursamlegu, nýju tungumáli, og með því lofuðum við Drottin. „Stórkostlegt“ (fantastic) er eina orðið, sem nálgast það að geta lýst breytingunni. Frá því að vera „á reki“ varð líf okkar nú í raun og veru „á striki“, og við vissum það, áf því að við viss- um, að við vorum í vilja Drottins. Við höfðum öðlazt fyrirheit Guðs um kraft — kraft til að lifa daglega sigrandi, kristilegu lífi. Við höfðum eign- azt gleðina, sem leiðir fram hros, friðinn, sem er æðri öllum mannlegum skilningi! Allt þetta fund- um við í skírn Heilags Anda. Eigi að síður voru þessar dásamlegu hreytingar allar að meira eða minna leyti sem auka-fram- lag. Aðalatriðið fyrir kris’inn mann er það, að þessi reynsla er knýjandi kraf'ur til að vitna, alveg eins og segir í Post. 1,8: „Þér munuð öðlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir yður, og þér Hvernig er heimili þitt? Framahld af bls. 10. endrum og eins, og oftast undir beztu kringumstæð- um. Og þá leggum við s.und á að koma vel fram til þess að þóknast þeim, sem bezt, og vera aðlaðandi í augum þeirra. En óðara en við kom- um heim, leggjum við þelta form og framkomu frá okkur eins og flík, sem hentar ekki að vera í þegar við erum heima. Ástvinir okkar sjá okkur oft í illu skapi, leiðinleg og taugaóstillt. Af því leiðir, að við höfum slæm áhrif á þá, drögum þá niður, íþyngjum þeim í staðinn fyrir að lyfta þeim. Hamingjusamt heimili er byggt upp af gagn- kvæmum skilningi, umburðarlyndi og virðingu. Ef við óskum eftir skilningi, samræmi, hamingju og glaðlegu og góðu andrúmslofti innan veggja heimilisins, verðum við að bera virðingu fyrir þeim scm við lifum með. Við verðum að gefa þeiin sömu forrét'.indi, sem við ætlum okkur sjálfum. Svo er það enn eitt þýðingarmikið mál, sem snerúr hamingju heimilisins. Það eru störfin, sem þar eru unnin og hin efnalega afkoma hvers heim- ilis. Það er ef :il vill garður, eða lóð, sem þarf að hirða um, og svo að ógleymdum eldliússtörfunum. Byrðar og ábyrgð heimilisins kemur öllum við, sem í heimilinu eru. Þar er enginn of ungur, eng- inn of gamall til þess að geta skotið sér undan þeirri ábyrgð. Samt sem áður leggjast mörg heim- ili í rúsíir vegna þess að sumir eru svo eigingjarnir, kröfuharðir og hirðulausir þegar um það er að skuluð verða vottar mínir. ...“ Ég hafði loksins fundið þetta yfir drif (over-drive), þennan „plús“ í kristilegu lífi! Ennfrcmur, ég þarf ekki lengur að knýja mig til að taka tíma til bænar og atihugunar á orði Guðs. Þetta er gleðirík stund, sem er hlakkað mikið til. Þessir „lækir hins lifandi va‘ns“, sem er talað um í Jóh. 7., 38. ög 39., spretta upp í raun og veru og flæða yfir. Þessi skírn í Heilögum Anda gerir kleift að ha'da stöðugt sitt kris'ilega strik — kraft- ur frá hæðum, sem klæðir og leiðir, styrkir og styður! IJún er andlegt „skey‘amál“ kris'ins manns til að tala beint við Aðals'öðvarnar á tungumáli, sem óvinur sálna vorra getur ekki skilið, og á þcirri öldulengd, sem djöfullinn getur ekki truflað. 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.