Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 22
Nokkrar mínútur með Lewi Pethrus
Hef upp raust þína
til Drottins
1 „Ljóðaljóðunum“ talar Drottinn um hversu
kær brúðurin er brúðgumanum: „Lát mig sjá aug-
lit þitt, lát mig heyra rödd þína! Því að rödd
þín er sæt og auglit þitt yndislegt.“
Hann á ekki aðeins stað fyrir liana í klettaskor-
unni, hann á líka stað fyrir hana í hjarta sínu.
Við hugsum okkur bænina oftast þannig, að brúð-
urin biður til brúðgumans, en hér höfum við dæmi
um það, að brúðguminn biður til brúðurinnar.
Hann biður og segir: „Lát mig heyra rödd þina,
því rödd þín er svo sæt.“ Hugsið ykkur, vinir, að
Jesús beygir sig niður og biður okkur. Dúfan hef-
ur orðið hrædd og flogið langt, langt inn í fylgsni
fjallshnjúksins. Þá hrópar brúðguminn til hennar:
„Lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þina.
Lát þér ekki koma til hugar að þú þurfir að vera
hrædd við mig, þó að þú sért hrædd við óvininn,
sem eltir þig. Ég þrái að sjá auglit þitt og heyra
rödd þína.“ Ó, hversu dýrmæt hugsun er þetta
ekki, systir og bróðir! Ó, að öll Guðs börn vildu
svara honum. Hann svarar bænum okkar svo oft.
Hann þráir að ég og þú talir við sig. Hin mesta
þörf í Guðsríki í dag er bænin. Það er nóg til af
félagskerfum, góðum prédikurum og margir góðir
söngvarar eru til og mikið er gefið til kristniboðs.
En það er nokkuð sem vantar. Það er hin innilega
trúarbæn. Ef hún er á sínum stað meðal hinna
kristnu, munum við sjá volduga hluti gerast.
Drottinn þráir að við séum biðjandi fólk og að
hann fái að heyra rödd hvers og eins okkar.
Ef við gætum skilið þetta orð Drottins rétt,
mundum við verða meira bænafólk en við erum.
Við freistumst oft til að hugsa, þegar við komum
með áhyggjur okkar aftur og aftur fram fyrir
hann, að hann þreytist á okkur. En það gerir
hann ekki, heldur segir hann: „Rödd þín er sæt.“
Hann þráir að heyra rödd þína, sem blður til hans.
Hvort sem það er barnið sem biður með veikri
rödd kvöldbænina sína, eða hinn grófi syndari, sem
hrópar í neyð sinni undan þunga syndarinnar: Guð
miskunna þig yfir mig, frelsaðu mig“. Raddir
þeirra beggja óma sem yndisleg hljómlist í eyr-
um hans.
Það eru menn og konur í dag, sem bera þungar
bænabyrðar. Mörg okkar hafa bænabyrðar sem
ætla að þrýsta okkur til jarðar. Þeir eru á meðal
okkar, sem vildu gefa sitt líf til þess að fá bænum
sínum svarað. Þeir segja við Guð: „Ef þú ennþá
vildir heyra til mín, ef þú ennþá einu sinni vildir
heyra rödd mína.“ Bróðir minn og systir, þegar
þú í einrúmi striðir í bænaherberginu þínu, þá
minnztu þess að hann segir:
„Lát mig heyra rödd þína, þvi að rödd þín er
sæt.“ Hún er sem hljómlist fyrir honum. — Já,
segir þú, það hljómar ekki vel. Þið ættuð að heyra
þegar angistaróp sálar minnar þrýstast fram! Ó,
kæri bróðir minn, það er einmitt þetta sem er
hljómlist fyrir Jesúm.
„Lát mig heyra rödd þína,“ segir hann. Hversu
oft og mörgum sinnum freistumst við að láta aðra
heyra rödd okkar, t.d. er við biðjum um hluti, sem
við vitum að aðrir geta hjálpað okkur með. Setjum
svo að þú værir á bænasamkomu og þyrftir á pen-
ingaupphæð að halda til starfa í Guðsríki, og þú
vissir af ríkri persónu sem væri í samkomunni,
22