Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 35
Hvað átti ég að gera? Átti ég að fara eins og
hann hafði skipað mér, eða átti ég að bjóða önd-
unum byrginn? Ég færði mig nær honum og
lagði hönd mína á öxl hans, um leið og ég tók
gamla Biblíu niður úr hillu í skrifstofu hans.
Hún var notuð, þegar menn voru beðnir að vinna
eið að vitnisburði sínum.
FurSulegt svar.
Ég fór mér hægt, vegna þess að ég var að leita
Guðs í bæn. Eg fletti blaðsíðunum stundarkorn, en
þá virtist Biblían á undraverðan hátt opnast af sjálfu
sér á þrítugasta kafla Jesaja. Ég byrjaði að lesa
upphátt: „Vei hinum þverúðugu börnum, segir
Drottinn, sem taka saman ráð, er eigi koma frá
mér, og gjöra bandalag, án þess að minn Andi
sé með í verki til að hlaða synd á synd ofan, sem
gjöra sér ferð suður til Egyptalands án þess að
leita minna atkvæða til að leita sér hælis hjá
Faraó og fá sér skjól í skugga Egyptalands. En
hælið hjá Faró skal verða yður til skammar og
skjólið í skugga Egyptalands til smánar.“ (Jes.
30, 1—3).
Hann stökk á fætur, þreif Biblíuna úr höndum
mínum og hrópaði: „Þetta stendur ekki þarna —
Þú ert að búa þetta til.“
„Þetta stendur hérna,“ svaraði ég. „Lestu það
sjálfur.“
Flann tók Bibliuna skjálfandi höndum og las
þessi vers upphátt á ný. Svo hlammaði hann sér
niður í stólinn, eins og hann hefði verið sleginn.
Vingjarnlega en með festu sagði ég: „Dad,“ —
því að það var ég vanur að kalla hann — „leiðin,
sem þú hefur valið þér, er leið ófarnaðar og endan-
legrar tortímingar, og þú veizt það sjálfur. Þú
setur traust þitt á skugga Egyptalands! Þú veizt,
að þetta er ekki af Anda Guðs, það er andi djöfuls-
ms. Með því að gera þetta hleður þú synd á synd
ofan.“
Hann var þögull. Á meðan hann horfði vonar-
augum á mig las ég þessi orð í næsta kafla: „Vei
þeim, sem fara suður til Egyptalands í liðsbón,...
en líta ekki til hins Heilaga í Israel og leita ekki
til Drottins.“ Jes. 31,1.
Hann var mjög alvarlegur á svipinn. Hann reis
upp frá skrifborðinu sínu, gekk að dyrunum og
lassti þeim, til þess að við yrðum ekki ónáðaðir.
Svo leit hann í augu mín og sagði:
„Hvað á ég að gera?“
Ég sagði: „Við skulum biðja til Guðs um fyrir-
gefningu og frelsun.“
En ég var fullviss um, að blekkjarinn mikli
mundi ekki gefast upp án baráttu. Næstu daga föst-
uðum við, nokkrir nánir vinir þessa manns, og
báðum að honum mætti veitast full lausn. .. .
Örþrijatilraun andanna.
Trúboðanum fannst hann þurfa að vitja manns-
ins eftir nokkra daga. Hann lýsir því svo: Um leið
og ég kom inn, fann ég að ástandið var allt annað
en hughreystandi, þarna sat vinur okkar í þögulu
sambandi við andana. Ég hafði fyrr séð hann sitja
í sófanum og tala við þjónustuandann sinn,
„Nancy“. Hann mælti ekki orð. Þetta var hugs-
anaflutningur . . .
Þar sem ég sá, að við náðum engum árangri,
stóð ég upp til þess að fara.
Um leið og ég gerði það, sagði ég: „Ég hef
aldrei yfirgefið þetta heimili án þess að hafa bæn,
og ég ætla ekki heldur að gera það í kvöld. Við
skulum krjúpa saman. ...“
Þá bað ég vininn, sem ég hafði komið með, að
biðja. Varla var hann byrjaður, fyrr en ég fann
að eitthvað var á seyði. Vinur minn virtist varla
mega mæla. Ég vissi hvað það var, vegna þess að
ég var undir sömu áhrifum. Við vorum „þving-
aðir“ af ósýnilegu afli. Það er kveljandi reynsla
að finnast allur likaminn vera undir þrýstingi, sem
eykst incð hverju andartaki, sem líður. Við gátum
varla andað, hvað þá talað.
Þá opnuðust dyrnar af sjálfu sér, og inn kom
risavaxin vofa, sem leit út eins og riddari í skín-
andi herklæðum með uppreitt tyrkneskt bjúgsverð.
Við þessa sjón stökk vinur minn, þessi þreklegi
fyrrverandi lögregluþjónn og leynilögregluforingi,
upp þar sem hann kraup. Hann vafði öðrum arm-
inum utan um liáls konu sinnar og hinum utan um
hálsinn á mér og þrýsti sér að okkur skjálfandi eins
og óttaslegið barn.
Þetta var hættulegt ástand, vegna þess að and-
inn hótaði að drepa hann. Ég tók á öllu því, sem
ég áli til og sagði: „í nafni Jesú Krists skipa ég
djöflinum að hverfa úr þessu húsi undir eins.“
35