Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 48

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 48
Afturhvarf glœpamannoforingjans AthYg’isverð saga um bófaforingja, sem varS boSberi fagnaSaremdisins. Þegar ég var aðeins sex ára gamall, gerði Guð fyrsta kraflaverkið í lífi mínu. Skólabróðir minn og ég laumuðumst inn í víngarð nágrannans, og át- um nokkur vínber, án þess að vita að þau höfðu verið úðuð með eitri. Að fáum klukkustundum liðnum urðum við báðir fárveikir. Læknarnir gerðu magaskolun til að reyna að bjarga lífum okkar, en fæknismeðferðin hafði engin áhrif á félaga minn og er dagur rann, var 'hann liðið lík. Móðir mín var guðhrædd kristin kona, sem bað fyrir mér, læknarnir töldu að ég mundi ekki lifa. En um nóttina, er móðir mín kom inn í svefnher- bergi mitt og leit á mig, sá hún ljós yfir höfði mér. Þá talaði Drottinn til hennar á þá leið, að ég mundi ékki deyja, heldur lifa til að prédika fagn- aðarboðskapinn. Móðir mín sagði mér síðar frá því, hvað hún hefði séð, en það hryggir mig að segja, að 'í stað þess að hlusta á hana, gerði ég uppreisn gegn ka'lli Guðs og sökk djúpt í synd. Árið 1936 fór ég að fást við ólöglega verzlun á eiturlyfjum og öllu sem því fylgir. Á fimm árum dró ég saman eignir upp á eina milljón dollara. Eg 'komst í kynni við allt hið illa í undinheimunum. Ég lausnargjald. Þctta er A og B í þessum stórkostlega og guðlega sannleika. Þetta er höfundur Hebrea- bréfsins að segja okkur í 13. kafla: „En Guð frið- arins, er leiddi aftur fram frá dauðum binn mikla birði sauðanna, með blóði eilífs sáttmála, Drottin vorn Jesúm. .. .“ Hér segir Ritningin að upprisa Krists byggist á „blóði hins eilífa sáttmála”, það er á heilögu blóði hans sjálfs, Guðs blóði. Þetta er endurlausnin. Við getum því sagt með Páli: „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist,“ „en í lionum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefning afbrotanna.“ dreg þetta ekki fram til að hæla mér, því ég fyrir- verð mig fyrir þessi ár. Ég greini einungis frá tþessu til að uppörva aðra, sem bundnir eru í synd, að þeir geíi orðið frjálsir fyrir náð Drottins Jesú Krists. Á þeim tíma er ég stundaði þessa ólöglegu iðju, munaði stundum litlu að ég týndi lífinu. Ég minnist sérstaklega eins atviks sem orsakaðist af deilu um „einkaréttindi“ sem svo er kallað í undir- heimunum. öðrum glæpaforingja fannst að við sýndum yfirgang á umráðasvæði sínu og kom því á fund minn. Það vildi svo til, að ég var þá stadd- ur á flugvellinum í Memphis Tennessee, þegar ég heyrði einhvern hrópa að baki mér: „Þú hundnr- inn þinn.“ Ég snéri mér óðara við og stóð þá andspænis þessum manni með marghleypu í hendi. Ég gerði mér auðvitað ljóst, að það var of seint fyrir mig að grípa til minnar. Hann stakk byss- unni beint í magann á mér og tók í gikkinn. Ég heyrði smellinn í byssugikknum, er bófinn þrýsti á hann hvað eftir annað, en ekkert skot kom úr byssunni. Einn lífvarða minna sem var nærstaddur sá hvað verða vildi. IJann heyrði ekki klikkið en hélt að árásarmað- urinn ætlaði að skjóta, brá því hart við og sendi lionum nok'krar kúlur úr byssu sinni, og glæpa- maðurinn féll dauður til jarðar. Einn af mönnum mínutn tók upp bvssu hans og hafði á brott með sér. Seinna reyndi hann hana og í hvert sinn er ihann tók í gikkinn hljóp skotið úr henni. Ég get aðeins útskýrt 'þetta á þeim forsendum, að lífi mínu var þyrmt af guðlegri forsjón og að Guð hafði verk handa mér að vinna. Ég gæti skýrt frá mörgum hræðilegum alburðum, sem gerðust í undirheimunum, en ég vil gleyma þessum dögum. Ég rvfia þetta aðeins upp til að sýna fram á, hve náð Guðs var mikil við mig. Og ef bann gat miskunnað mér, getur hann frelsað hvern sem er. Á þessari braut bélt ég áfram í sautján ár og safnaði að mér miklum auði. Gæfan virtist vera

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.