Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 40

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 40
trúar sinnar. Hún hefur þurft að vinna fyrir sex börnum þeirra hjóna. ÞriSja nafniS, sem þarna stendur undir, 'könnumst viS einnig viS. ÞaS er frú Viltjinskij frá Brest. MaSur hennar var slit- inn frá konu og fjórum börnum og dæmdur til fimm ára fangavistar, vegna staSfestu hans í trúnni. Þetta gerSist áriS 1968. Konur þessar skrifa til œðsta ráSs Sovétríkjanna. Af skrifum þeirra að dæma bæði fyrr og nú, virðast þær vera óihræddar að segja skoðanir sínar. Með ótrúlegri dirfsku og skerpu leggja þær fram staðreyndir á staðreyndir ofan, og spyrja aftur og aftur: „Er þetta raunverulega samkvæmt gildandi lög- um í landi okkar? Hvernig getur slíkt lögleysi átt sér stað í þjóðfélagi okkar? Hvers vegna hafizt þið, leiðtogarnir, ekkert að í þessum málum?“ Veitið því athygli, sem þær skrifa: „Við sendum hér listann yfir þá, sem voru dæmdir 1968. Samanlagt eru þeir 66. Af þeim voru 32 dæmdir á síðustu mánuðum ársins. Listi þessi veldur okkur þungum áhyggjum. í skynjunanheimi okkar getur mannleg barátta — þér eruð teknir þar með — sem talað er oft um í al- þjóðlegu sambandi, ekki á nokkurn hátt komið heim við þá staðreynd að hin allsráðandi guð- lausa hugmyndafræði í landi okkar skuli undir- oka og ofsækja trúað fólk. í þessu tilviki, sem hér um ræðir, hafa 200 börn misst foreldra sína, vegna þessara aðgerða. Og þið hælið ykkur af öllu saman.“ Garnalt fólk og sjúkl sleppur elcki viS ofsóknir. Mörg gamalmenni eru dæmd án þess að nokkurt tillit sé tekið til aldurs þeirra eða líkamslegs krank- leika. A. F. Iskovskij frá Dedosk er 78 ára gamall. M. G. Onitsjtjenko frá Izmil er einnig 78 ára. Peter P. Popov er 81 árs og alvarlega sjúkur. Öll- um þessum er gefið blátt bann við því að taka á móti gjöfum frá Omsk. .. . Börnum er ekki heldur hlýft. Börn Sloboda eru nefnd í þessum skjölum, og örlög þeirra afhjúpuð meir en fyrr. Allar heimilisaðstæður fyrir föður- inn hafa verið gerðar svo erfiðar, að það líkist víti. Kona hans hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi. Þrjú ungbörn þeirra hjónanna draga fram Mfið við hin hryggilegustu kjör eins og faðirinn. Fjölskyldan hefur verið ofsótt á furðulegan hátt. Þannig hefur t. d. rafmagnið verið tekið af heim- ilinu í 62 daga, til þess að koma í veg fyrir það, að fjölskyldan gæíi ihlustað á útvarp. Við minnumst þess, ef >til vill, að Sloboda- hjónin vöknuðu upp til lifandi trúar við það að hlusta á útvarpsútsendingu trúaðra manna frá Monte Carlo. Fyrir þetta er þeim hegnt meðal ann- ars með iþví, að rafmagnið er tekið af þeim, svo að fjölskyldan geti ekki hlustað á guðsþjónustur gegnum útvarp. Þetta hefur hent tveim sinnum, jafnlangan tíma í hvort skipti, síðan um síðustu jól. Þá var móðirin tekin með valdi frá þrem ung- börnum, sem fylgdu móður sinni út á götuna, og hrópuðu grátandi á eftir henni: „Elsku mamma, elsku mamma, farðu ekki frá okkur.“ Þessi móðir þriggja ungbarna heitir Nadezjda Stepanova Sloboda var dæmd til 4. ára fangels- isvistar, ásamt mági sínum og öðrum fjölskyldu- vini. Sakargiftirnar, sem rannsóknarrétturinn beitti gegn öðrum karlmannanna voru þær, að veggspjald hefði fundizt í heimili hans með þessum Ritning- arorðum: „Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ í heimili Sloboda höfðu menn fundið þessi orð saumuð í ramma: „Guð er kærleikur.“ Fundizt hafði einnig eitt eintaik af Jóhannesar guðspjalli, mynd af skírnarathöfninni, og „græn skrifbók,“ þar sem meðal annars voru þessi orð skrifuð í: „Ó, þið vottar Guðs, þegið ekki.“ Enn segir í skjali kvennanna: „Það er ekkert leyndarmál hvers vegna þetta trú- aða fólk er dærnt. Það er dæmt vegna trúar sinnar. Það trúir ne.fnilega því, að Jesús Kristur sé frels- ari heimsins og þeirra persónulegi frelsari.“ Fjölskyldur trúaSra cinangrasl. Á þrykk hafa bönn verið látin ganga — mjög ströng skilyrði — til handa trúuðum fjölskyldum. Þeim er alveg bannað að taka á móti heimsókn- um. Af því leiðir, að ættingjar þeirra þora ekki að heimsækja þær. Samtímis eru heimili þeirra sett undir strangt eftirlit liins opinbera. Ættingi nokk- ur var dæmdur í 30 rúhlna sekt fyrir það að koma í hcimsókn til trúaðrar fjölskyldu. Þessum fjölskyldum er bannað að ferðast neitt 40

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.