Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 15
STANLEY SJÖBERG:
Kona rís upp frá dauðum
Kona ris upp frá dauSum. Jarðarförin, sem var a3 hefjast, snérist í vakningar-
samkomu, Þar að auld hafði konan verið lami svo árum skipti. en varð með
upprisunni frá dauðum alheilbrigð. Ceylonskur borgarhöfðingi, sem var sjón-
arvottur að kraítaverkinu, staðfestir það með bréfi, sem fylgir grein þessari.
Þetta bar viS á lítilli eyju við strendur Ceylon.
Kona, sem búin var að vera lömuö í tvö ár, hafði
dáið. Sama dag og konan dó, kom finnskur kristni-
boði til sömu eyju. Hann hét Toimi L. Yrjölá.
Hann var ekki fyrr kominn til eyjarinnar, en hann
bað um leyfi til að reisa samkomutjald. Leyfið
var veitt. En vegna jarðarfararinnar, sem átti að
fara fram þennan sama dag, gat fólk ekki komið
til samkomutjaldsins. Kristniboðinn spurði, hvort
bann mætti koma til jarðarfararinnar. En þar eð
fólkið var hindúatrúar, fékk hann ekki leyfi til
þess. Hindúar vilja ekki vita af kristnum mönnum
við jarðarfarir sinna manna. Toimi var sannfærð-
ur um, að hann væri kominn lil eyjunnar eftir ráðs-
ályktun Guðs og bauð því í grun, að Guð vildi
framkvæma eitthvað á þessum stað. Vegna þess
hvatti hann starfsfélaga sína að koma með sér,
þrátt fyrir neitandi svar.
Sannleikurinn var sá, að kristniboðinn hafði
ætlað sér til annarrar eyjar á trúboðsbát sínum,
»Ebenezer“. En rödd Guðs hafði þá talað til hans
um það, að hann skyldi taka höfn á þessari eyju.
Hann hikaði þó í fyrstu að gera þetta, en þá brast
á æðistormur svo mikill að bylgjurnar gengu yfir
farkostinn. Hann var því neyddur lil að Ieggja
háli sínum einmitt að þessari eyju.
Og þar heyrði hann hvernig þessi sama rödd
hljómaði innra með honum: „Allt er mögulegt
fyrir þann, sem trúir.“ Það varð því, að á móti
vilja sínum fóru innfæddu starfsfélagar hans með
honum til jarðarfararinnar. En hræddir voru þeir.
Bumburnar buldu ákaflega og grátkórarnir
sungu með skerandi kveinstöfum. Hér leyndi sér
ekki hin vonlausa martröð fólksins frammi fyrir
dauðanum. Þegar kristniboðann og félaga hans bar
að, var langt komið að undirbúa líkbrennsluna. Lík-
ið lá ennþá ú.i á svölum. Búið hafði verið um það
í rúmi, er gert hafði verið úr pálmaviðargreinum.
Umhverfis rúmið logaði á mörgum kertum. Börn
hinnar látnu sátu næst líkbörunum. Hendur hinn-
ar dánu voru lagðar niður með síðunum, og líkið
var vafið líkblæjum að sið Ceylonbúa.
Átti hann þegar að ganga til Eramkvæmda? Hann
gaf manni framliðnu konunnar merki um það að
stöðva bumbusláttinn. Hvers vegna? Svar við því
gaf kristniboðinn ekkert. Það var þó gerl eins og
hann hafði beðið. Bumbuslátturinn hljóðnaði. —
Samstundis beygði Toimi Yrjölá kné sin við lík-
börurnar og hóf bæn sína. Óðara en hann hafði
opnað varir sínar féll Guðs Heilagi Andi yfir hann
og hann fylltist yfirnáttúrlegum krafti. Hann hafði
bcðið einn af trúbræðrum sínum að túlka bænina.
I fyrstu hikaði hann við að biðja í Jesú nafni.
En á næsta andartaki vissi hann ekki fyrr til en
hann fylkist slíkri djörfung, að hann var farinn
að biðja í Jesú nafni fyrir fólkinu. Hann bað
Jesúm Krist að sýna öllum viðstöddum, að hann
væri sannarlega sonur Guös og opinbera fyrir
augum þess dýrlegt kraftaverk. Síðan snerti hann
líkið. I sömu andrá kom Iífskrafturinn til baka.
Samstundis tók kristniboðinn í hönd hinnar fram-
liðnu og fann að slagæðin var farin að starfa.
Hún dró andann djúpt nokkrum sinnum. Því næst
skipaði kristniboðinn að leysa hana. Hún settist
15