Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 28
llanua Ujarnadóttir syngur: MFaðir vor“. Árni Arinbjarnarson leikur undir. ert þú með sanni“. Með því lauk þessari vígsluguðs- þjónustu. Eftir að síðustu tónarnir dóu út og fólkið rýmdi salinn, því áfram var svo haldið eftir IV2 klukku- stund með aðra samkomu, — þá stóð og stendur eitt nafn gulli letrað á ræðustól Fíladelfíu, NAFNIÐ JESÚS. Það er kærasta nafn allra kristinna manna. Til þess hafa Hvítasunnumenn á Islandi reist þetta hús, að Jesú nafn verði boðað á „ástkæru ylhýru máli“ og trú okkar er að „helzt mun það blessun valda“ fyrir islenzka þjóð, yngri og eldri. Guð gefi að svo verði. Einar J. Gíslason. ES. I vígsluræðu sinni sagði Ásmundur Eiríksson frá því, að það hefði gerzt með nokkuð einkenni- legum hætti, að þeir fengu þá ágætu lóð undir kirkjuna, sem raun ber vitni. Þeir voru búnir að leita mikið að heppilegri lóð, en engin lausn fékkst. Eitt sinn, er Ásmundur var búinn að biðja all- mikið fyrir þessu vandamáli, vitraðist honum sýn. Hann sá yfir nokkurn hluta Reykjavíkur, og á því svæði var grænn túnblettur. Upp úr þessum túnbletti sá hann bjartan loga teigja sig til hæða. Hvað merkir þetta? hugsaði hann með sér. Enn líður nokkur tími og ekkert gerist í lóðar- málinu. Og enn er beðið. Þá vitraðist Ásmundi önnur sýn. Hann sér aflur yfir sama hluta Reykja- víkur, og þarna er græni túnbletturinn á sínum stað. En nú sér hann þétt regnský falla af himni 28

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.