Afturelding - 01.03.1970, Blaðsíða 14
ræða að bera byrðarnar sameiginlega. Sjálfsögð
skylda hvers kristins manns í heimilinu, er að
vera fús að rétta alls staðar fram hjálpandi hönd.
Kristið heimili getur aðeins orðið algert og þjón-
að sínu rétta hlutverki með því að allir vinni
þannig að sameiginlegri heill. Aðeins á þessum
vegi er heimilið kristið og í sannleika hamingju-
ríkt heimili.
„Höndin, sem hreyfir vögguna, hreyfir heim-
inn“, er þekkt máltæki, þegar um þau áhrif er að
ræða, sem heimilið hefur á hina verðandi kyn-
slóð. Það er í heimilinu, sem litla barnið fær sín
allra fyrstu áhrif til góðs eða ills. Þar fær það
sína fyrstu þekkingu um Guð, um Krist og fyrstu
reynslu sína í umgengni sinni við bænina og þýð-
ingu hennar. Þess vegna megum við heldur ekki
gleyma fjölskyldu altarinu. Það er ekki nóg að
við höfum eldstóna innbyggða í einhvern vegg heim-
ilisins. Við verðum að eiga kristin heimili með
bænaaltari á sínum stað.
Þegar ég var ofurlítil smátelpa, fór það ekki
framhjá mér hvílíkur kraftur bænin var í lífi for-
eldra minna. Ég var aðeins fárra ára, þegar ég
komst að þessari staðreynd. Mun ég aldrei gleyma
þeiin áhrifum, sem snertu mig er ég opnaði kannski
dyrnar að svefnherbergi foreldra minna, og sá þau
bæði í knéfallandi bæn þar inni. í orðlausri virð-
ingu og lotningu, lokaði litla stúlkan hurðinni
aftur og gekk burtu. Skilningur minn var ekki svo
mikill þá, sem ekki var von, en eitt skildi ég,
eitt vissi ég, að þarna hafði ég nálgazt heilagan
stað, sem enginn mátti trufla né vanhelga. Ég vissi,
að þarna var uppsprettan að þeirri sjálfstjórn og
þeim krafti, sem foreldrar mínir áttu yfir að ráða,
hvernig sein kringums'æðurnar voru. Aldrei get
ég fullþakkað þau áhrif, sem ég tók inn til mín
sem barn gegnum það, að ég ólst upp í sann-
kristnu heimili.
Ég er sannfærð um að þetta er bezti vitnisburð-
ur um áhrif hins kristna heimilis. Mætti Guð hjálpa
okkur á íslandi til þess að byggja slík kristin
heimili.
Þetta viljum vi& vita
BILLY- 6RAHAM
Spurning:
Ég er ung stúlka. Og vandamál mitt er þetta:
Ég vil vera kristin, en ég vil líka vera aðlaðandi
í augum ungra manna, sem mér geðjast að. Er
hægt að vera vinsæl og aðlaðandi án þess að slá
af kröfum sínum eða miðla málum? Á. M.
Svar:
Það sem ávallt vekur virðingu í augum annarra,
á ungum manni eða ungri stúlku, er föst skap-
gcrð og traustvekjandi framkoma. Á milli kristin-
dóms og fagurrar skaphafnar þekkjast engir
árekstrar. Ef þér þurfið að miðla málum í sam-
bandi við hugmynd yðar um vinsældir, hafið þér
greitt of hátt verð fyrir vinsældirnar. Það getur
verið skemmtilegt að vera vinsæll, en það varir
ekki lengi. Og væri ég í yðar sporum, mundi ég
sækjast eftir þeim hlutum sem vara.
Ég fæ bréf frá ungu fólki í hverri viku, sem er
alltaf að miðla málum vegna hugmynda sinna. Og
verðið sem það greiðir er óheyrilega hátt. Fátt
er það fólk, sem allir tala vel um. öll höfum við
dulda hneigð til þess að Iíkjast þeim, sem við um-
göngumst. Þér skuluð þvi sýna mikla varkárni,
er þér veljið yður vini. Einhver hefur sagt, að það
eina sem er verra en að vera einmana, sé að vera
saman með skakkri persónu. Vel þér vini með
ábyrgðarlilfinningu og ótta.
Hin unga, kristna manneskja er kölluð til þess
að vera „öðruvísi". Hún er kölluð til þess að ganga
á móti straumnum. Þegar hinn rétti, ungi maður
hefur kannað hug sinn í alvöru, mun hann leita
þig uppi. Hvernig sem allt er, þá liggur hið verð-
andi val í hendi Guðs. Treystið forsjón hans fylli-
lega. „Haf gát á öllum vegum þínum, þá mun hann
leiða þig um rétta vegu.“
14