Afturelding - 01.04.1976, Qupperneq 2

Afturelding - 01.04.1976, Qupperneq 2
MERKISÁR Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs Orð hafa til yðar talað. Yfirstandandi ár er merkisár í söfnuðum Hvítasunnumannaálslandi. 19- febrúars.l. voru liðin 50 ár síðan Betelsöfnuðurinn í Vestmanna- eyjumvarstofnaður. 18. maí eru liðin 40 ársíðan Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður og30. maíerjafnlangurtímisíðan Fíladelfíusöfn- uðurinn á Akureyri var stofnaður. Erik Asbö var frumkvöðull að stofnun Betel. Stofnendur voru 17 Eyjamenn. Af þeim lifa í dag, Halldóra Þórólfsdóttir frá Skaftafelli, Jóna Þorsteinsdóttir frá Fagradal og Sigrún Runólfs- dóttir, sem dvelur nú í Hveragerði. Út frá Betel í Eyjum, breyddist hreyfingin svo út, eftir að hafa verið þar svo til algjörlega kyrr, frá upphafi til ársins 1936. Um vorið 1936 kom T. B. Barratt frá Noregi til íslands. Hélt hann samkomur víða um land. Túlkur hans var Ásmundur Eiríksson. Þegar hér var komið, þá var Eric Ericson búinn að vera hérlendis í 8 ár og hugsaði til hreyfings frá Eyjum. Mánudaginn 18. maí voru þeir vinir er sótt höfðu samkomur Barrats boðaðir tii sér- stakrar samkomu, þar sem rædd var safnaðar- stofnun. 20 manns mættu. Af þeim gengu 8 út. 8 Reykvíkingar vom inni, 2 úr Eyjum og 2 úr Skagafirði. Alls 12 manns. Þeir stofnuðu söfnuðinn. Af þeim lifa 2 í dag Arndís Sölvadóttir og Þórhildur Jóhannesdóttir. Stofn- fundurinn var haldinn í Varðarhúsinu. Eftir veruna hér syðra fóru þeir bræður til Akureyrar og vísast nánar til greinar hér í Blaðinu, um stofnun safnaðarins þar. Brautryðjendurinir, Halldóra Þórólfsdóttir, Signe Asbö, Signe Ericson. Markmið starfs Hvítasunnumanna, er það sama í dag og frá upphafi. Boðun fagnaðar- erindsins. Það markmið vilja allar kirkjudeildir hafa. Hvítasunnumenn telja sig ekki hafa farið út fyrir boðun fagnaðarerindisins, með boðun Skírnar Andans og náðargjafa Guðs. Það hafa þeir boðað, meðan aðrir hafa þagað. Nú breyðist það óðfluga út að fólk meðtekur Andann, táknin fylgja, þlessunar straumar, lofgjörð og tungutal, sálnafrelsi, lækningar fyrir bæn, skírn í vatni og þá vitanlega til Krists í Nafni Föður, Sonar og Heilags Anda. Nú við þessi tímamót, þegar þessa verður minnst á viðkomandi stöðum, þá lifum við ekki á gömlum minningum, en höldum áfram sömu braut og mörkuð var í upphafi, færum út tjaldhælana og unnum okkur ekki hvíldar, uns markinu er náð. EinarJ. Gíslason. 2

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.