Afturelding - 01.01.1981, Page 4

Afturelding - 01.01.1981, Page 4
Pétur Olafsson: Undursamleg lækning í Ólafsfirði 1979 Fyrir þremur árum var ég að rölta eftir kindum að vetrarlagi á hallandi landi. Það hafði gert él um nóttina á freðna jörðina. Ég datt og valt nokkra metra, lenti með vinstri síðuna á stórum steini, fann mikið til og missti málið í bili. Komst þó heim. Læknirinn sagði að það hefði komið gat á annað lungað og síðan vinstra megin talsvert brotin. Það væri ekki hægt að gera neitt við þetta, það jafnaði sig sjálft, eins og það gerði. Eftir 2—3 mánuði eftir þetta datt undan mér stigi í heyhlöðu. Ég slengdist svo hastarlega á stigann að ég meiddi mig mikið í baki. Það tognaði og marðist. Fékk bara meðul. Á annað ár þoldi ég eiginlega ekkert að beygja mig í bakinu. Ef ég eitthvað gerði þá var eins og brjóstið yrði þróttlaust vinstra megin, bara tómt. Fyrir 12—14 árum fékk ég æðaþrengsli í fæturna, og notaði meðul. Ég var búinn að nota fyllsta skammt af sýruaukandi meðulum nálægt 17 ár, maginn var sýrulaus, að lækna dómi. Árið áður hafði ég fengið einkennilega veiki í fæturna, sem lagði eftir líkamanum upp í höfuð. Læknar í Búðardal sögðu þetta vera brjósklos í ökklunum, ólæknandi sjúkdóm. Þá var nú orðið slæmt útlit með heilsufar mitt. Ég vissi að Drottinn gæti læknað mig; ég þyrfti bara að komast þangað, sem einhverjir eða einhver gæti beðið trúarbæn, þá mundi mér batna. Líkamsþrótturinn var lítill og kjarkurinn sömu- leiðis. Ég komst norður í Ólafsfjörð á Sumarmót Hvítasunnumanna, bið söfnuð þeirra að leggja hendur yfir mig og biðja Drottin að lækna mig. Þetta var gert. Ég fann nálega strax læknandi Guðskraftinn fara í gegnum mig á augabragði og hann var svo sterkur að ég hristist eins og hrísla í roki. Öll mín líkams- mein voru horfin. Það læknaðist allt sem að mér var, bæði andlegt og líkamlegt. Ég fékk svo mikla andlega blessun að hjartað í mér fylltist af undur- samlegum friði, sem er öllum skilningi æðri. Ég var alsæll. Ég hafði notað 7 töflur af meðulum á dag. Ég henti öllum meðulum og var fullviss um það, að ég þyrfti engin meðul framar, við þessum sjúkdómum. Ég trúði því, að ég væri alheilbrigður. Það er nú komið á annað ár síðan ég læknaðist í Ólafsfirði, og mér líður miklu betur eftir en áður, ég er að öllu leyti alheilbrigður, meðalalaus. Þegar ég fæ kraftaverkalækningu, þá hef ég fundið best, að maður er í nálægð Guðs. Þegar þessi ólýsandi, læknandi Guðskrafturfergegnum líkama og sál, þá er eins og maður verði allt í einu, bæði andleg og líkamlega nýr maður og maður sé frá skilinn öllu, sem hinum raunverulega heimi við kemur. Það er hægt að líta á slíkar stundir sem forsmekk af eilífðarsælunni, þar sem Guðs dýrð umvefur mann allan og hjartað bifast af ólýsanleg- um unaði. Þá er hátíð í helgidómi hjartans. Það er heilög alsælustund. Jesús Kristur hefur alltaf læknað mig, þegar ég r

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.