Afturelding - 01.01.1981, Síða 5

Afturelding - 01.01.1981, Síða 5
hef verið talinn ólæknandi, því almættiskraftur hans læknar allt. Hann endurfæðir og fyrirgefur syndirnar samhliða lækningunni. Kristur er læknir allra meina hvers eðlis sem þau eru. Hann græðir öll sár, hreinsar hjarta mannsins og gerir manninn að öllu leyti algerlega hreinan. Hann styrkir trúna á Almættið og gerir manninn að meiri og betri manni. Ég hef ekkert fundið í mínu lífi, sem hefur aukið við og ræktað eins mikið trú mína á Drottin, eins og einmitt kraftaverkalækningarnar. Þær eru sannar- lega opinberun Guðs til viðkomandi manns. Kristur segir: „Hvern sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ Það er trú mín, að maður þurfi ekkert annað en efasemdarlausa trú á Drottin, til þess að komast í eilífðarsælu himnaríkis. Til þess að komast heim. Kristur sagði: „Hver sem á mig trúir hefur eilíft líf.“ Skrifað í ársbyrjun 1981 Pétur Ólafsson Vínviður hreini, þú eilífi eini, eg ein er sú greinin, sem fest er við þig, í gleði og harmi með himneskum armi minn hjartkæri Jesús, þú umvefur mig. Ei þvílíkan vínvið eg þekki sem þú herra Jesús ert mér. Um eilífð eg sleppi þér ekki eg allur er samgróinn þér. Sigurbjöm Sveinsson Úr Hersöngvum Vér viljum og þekkja, kosla kapps um að þekkja Drottin, — hann mun eins áreiðanlega koma, eins og morgunroðinn rennur upp —- svo að hann komi yfir oss eins og regnskúr, eins og vorregn, sem vökvar jörðina. Hósea 6:3 Útgefandi: Blaða- og bókaútgáfan, Uátúni 2, Reykjavík. Sími 91-20735 F ramkvæmdast jóri: Guðni Einarsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gíslason. Ritnefnd: Daníel Glad, Hallgrímur Guðmannsson. Afturelding kemur út ársfjórðungslega, 32 síður hverju sinni. Utanáskrift: AFTURELDING Pósthólf 5135, 125 Reykjavík. Póstgiró: 16 66 69 Uppsagnir miðast við áramót. Vinsamlegast tilkynnið breytingar á áskriftum og heimilisföngum til skrifstofunnar. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Forsíðumynd: Rætur Hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi standa í Vestmannaeyjum. Myndin er frá útisamkomu, seni haldin var á Stakkagerðistúni i Eyj- um 1946. Sumarmótið í ár verður haldið í Eyjum.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.