Afturelding - 01.01.1981, Side 8
„ISLAND FYRI
0
Bill
Huget:
„ísland fyrir Krist 1980”
okkar, mun alltaf vera okkurdýrmæt. Þessi reynsla
hefur valdið straumhvörfum í lífi mínu. Ég sný aftur
heim með nýjan kærleika og neyð fyrir ísland.
Ef íslendingarnir myndu rækta með sér neyð
fyrir þjóðinni og treysta algjörlega á Drottin, þá
myndum við sjá mikla hluti eiga sér stað. „Því að
guðsríkið er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti." (I.
Kor. 4:20.) „Ef Guð er með okkur, hver er þá á móti
okkur.“ (Róm. 8:3 E)
Guð blessi ykkur ríkulega. Við munum biðja fyrir
ykkur og þjóðinni ykkar.
í kærleika Krists,
Bill Huget
Hið mest spennandi, sem sérhver maður getur átt
þátt í, er að vera hluti þess hers, sem Guð notar á
hinum síðustu tímum. Það er augljóst, að Guð er að
úthella sínum anda yfir allt hold. — Guð hefur
byrjað vakningu hér á Islandi. Jesús sagði, að hlið
Heljar myndu ekki vera söfnuðinum yfirsterkari.
Það áform Guðs, að vinna ísland fyrir Krist, mun
verða að raunveraleika, ef við: „þreytumst ekki á að
gjöra það, sem gott er, því á sínum tíma munum við
uppskera, ef við gefumst ekki upp“. (Gal. 6:9.)
ísland er mjög sérstætt í fegurð sinni og endur-
speglar skapara sinn. Fólkið er sérstaklega vin-
gjarnlegt og harðgert. En hér eru vandamál sem og
annars staðar í heiminum. Andlegt myrkur grúfir
yfir landinu, — andatrú, áfengisböl, dauð trúrækni
ásamt afvegaleiðandi villutrúariðkunum o.s.frv. En
ljós fagnaðarerindisins um Jesúm Krist er að út-
rýma þessu myrkri. Við höfum séð, hvernig Guð
hefur undirbúið hjörtun. Margir tárast, þegar við
deilum kærleika Jesú með þeim. Það eru ekki allir,
sem hafa veitt fagnaðarerindinu viðtöku, en þeir
hafa nú heyrt það.
Margir íslendingar eru að opna sig fyrir frelsandi
náð Jesú Kristsog veita honum viðtöku sem frelsara
sínum og Drottni. Sérhver sál, sem er unnin fyrir
Drottin, er dýrmæt. Það er svo spennandi að sjá
kærleikann, sem fólkið á til Drottins. Margir gefa
sjálfa sig til starfa í ríki Drottins. Sá kærleikur og
vinátta, sem við höfum fengið frá trúsystkinum
Rhody
Lake:
t
,,Dyr að landi móður minnar”
Ég vissi að ísland var til. Ég hafði heyrt um það
frá móður minni, sem fór frá íslandi lítil stúlka,
þegar foreldrar hennar fluttu búferlum til Kanada.
Frænkur mínar höfðu farið aftur til að heimsækja
þetta land. Ég hafði lesið um þjóðina og lífsmáta
hennar, en samt virtist þetta land vera svo fjarlægt.
Einhverntíma — hugsaði ég með sjálfri mér, —
myndi ég hafa gaman af að fara þangað. En ég
hugsaði samt aldrei svo langt, að ég héldi að það
yrði að veruleika.
Guð hafði aðrar áætlanir. Hann frelsaði mig, —
og beindi mér síðan í söfnuð, þar sem ég, aðeins
mánuði síðar, hitti íslenskan forstöðumann, sem
sagði mér frá trúboðsherferð, sem áætluð væri af