Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 12

Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 12
„Tala nýjum tungum” — Jesús frá Nasaret Jesús er sá sem fyrstur talar um tungutal, meðal lærisveina sinna. Standa orðin í Markúsarguðspjalli 16. kap. og versið nr. 17. Nefnir hann tungutalið tákn, er muni fylgja lærisveinum Hans. Hér er al- veg ný kenning á ferð. Að vísu spáir Jesaja um hana í bók sinni 28:11: „Já með stamandi vörum og annarlegri tungu, mun Hann láta tala til þessarar þjóðar.“ Páll postuli tekur þennan spádóm upp í 1. Kor. 14.21. Ekki er því um að villast að hér er um andlegt Biblíulegt og kristilegt atriði að ræða. Allar náðargjafirnar, sem um er ritað í 1. Kor. 12. 4—11 er hægt að lesa um og sjá í Gamlatestamentinu. En tungutalið kemur þar hvergi fram. Hinsvegar kem- ur fram mjög glöggt „tunguskrif“ hjá Daníel spá- manni í 5. kap. bókar hans. Segir frá þar er veisla Belsasar konungs stóð sem hæst, þá birtist hendi og skrifuðu fingur hennará vegginn, Mene, mene tekel ufarsin. Þegar konungur sá þetta gjörðist hann lit- verpur, skelfdur og hræddur og allir veislugestir hans sömuleiðis.“ Orðin eru Arameiska, sett fram sem táknmynd og þurftu að þýðast þannig. Það gat enginn gert, nema af sama Anda og Orðin voru töluð og skrifuð af. Sem sé Guðs Anda. Spásagna- menn og miðlar í Babel höfðu ekki samfélag við Guð. En Daníel bað til Drottins þrisvar á dag. Af Andanum gat hann því útlagt, enda var hann spá- maður. Þýðing orðanna: „Þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn. Ríki þitt er deilt og gefið Med- um og Persum“ — rættust öll og persónulega fyrir Belsasar sömu nótt. Rétt er að geta þess að Ufarsin og peres eru að stofni til sömu orð, annað fleirtala, hitt eintala. Þá verður ekki árekstur þegar það er haft í huga. 1. Kor. 13.1.: „Þótt ég talaði tungum manna og engla,“ — benda til þess að tungutal, er ekki aðeins jarðneskt mál, heldur einnig englamál og himneskt mál. í 2. Kor. 12. kap. 4. versi talar Páll um þegar hann var frá sér numinn til Paradísar, hins þriðja himins. Himinn nr. eitt er andrúmsloftið er umlykur jörðina og gerir lífið mögulegt hér á jörðinni. Þar fyrir utan er geimurinn, -— tómið og jörðin er af hendi Drottins látinn svífa í tóminu. í tóminu hrærast geimförin, sem komin eru út fyrir að- dráttarafl jarðar og maðurinn hefir stjórn á, eitt af furðuverkum nútímans. Þar fyrir utan er hinn „þriðji“ himinn, -— eða Paradís. Þar heyrði Páll ósegjanleg orð, sem engum manni er leyft að mæla. Hin stórmerka enska „Amplified“ Biblíuþýðing segir: „og heyrði setningar, sem kraftur mannsins getur ekki formað í orð“. Að tala tungum, er náðargjöf og tákn. Tungutal er ekki málleysa. Á hvítasunnudag, þegar Andinn féll yfir þá 120 er í Loftstofunni voru, þá safnaðist mannfjöldinn saman. Töluðu þeir ekki færri en 17 tungumál og mállýskur. „Hvernig heyrum vér hver og einn, talað á eigin tungu vorri.“ „Talið“ var um stórmerki Guðs. Það var því andlegt og kristilegt. í Post. 10. 44—48 er sagt frá atburðunum í húsi Kornelíusar hundraðshöfðingja. „Þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð.“ Á ekki öll Guðsþjón- usta og Guðsdýrkun að snúast um þetta „Stórmerki Guðs, — Mikla Guð?“ Þegar Andansskírnin kom á hvítasunnudag og tákn hennar tungutalið, þá var þetta ekki eins dags upplifun. Jóh. 14:23 segir: „til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum“. Andinn tekur bústað í hjarta mannsins. Verður þar að lind, sem sprettur upp til eilífs lífs. Frá hans innra munu renna lækir lifandi vatns. Tungutalið verður því áfram með þeim, er meðtaka skírn Heilags Anda, sem tákn og náðargjöf. Svo er það í hendi hvers og eins, hve mikið rúm hann gefur fyrir gjafir Guðs. Hægt er að stífla lind, þrengja og hindra. Hægt er líka að hreinsa lind og útvíkka, svo hún gefi ennþá meira og straumurinn verði sterkari. í 1. Kor. 14:18 segir Páll postuli: „Ég þakka Guði að ég tala tung- um öllum yður fremur.“

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.