Afturelding - 01.01.1981, Page 16
UTLAGARNIF
Þann 27. júní 1978 ruddust sjö sovéskir hvíta-
sunnumenn framhjá vopnuðum vörðum, og leituðu
hælis í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Og þar eru
þeir ennþá, þegar þetta er skrífað, í nóvemberlok
1980.
Hópurinn í sendiráðinu samanstendur af hjónun-
um Pjotr og Augustina Vastsjenko ásamt þremur
dætrum sínum og Maríu Khmykalova með 17 ára
gömlum syni sínum. Sonurínn Ivan, einn úr Vast-
sjenkofjölskyldunni gerði einnig tilraun til að kom-
ast inn í sendiráðsbygginguna, en verðirnir við
sendiráðið gátu handsamað hann. Hann sætti bar-
smíðum og illri meðferð og situr nú í fangelsi ásamt
bróður sínum Sasja, fyrír að hafa neitað að gegna
herþjónustu.
Þessir sjö hvítasunnumenn koma frá litla námu-
bænum, Tsjernigorsk sem liggur í suðurhluta
Síberíu, en þangað fá erlendir ferðamenn ekki að
koma. í meira en 18 ár, hefur Pjotr (Pétur) Vast-
sjenko unnið sleitulaust að því, að fá að flytjast úr
landi með fjölskyldu sína — en án árangurs. Árið
1968 þröngvaði hann sér ásamt konu sinni inn í
bandaríska sendiráðið, en eftir viðræður við em-
bættismenn og loforð yfirvalda um að brottfarar-
umsókn þeirra yrði tekin fyrir á ný, yfirgáfu þau
sendiráðið af frjálsum vilja.
Heimsókn þeirra í sendiráðið hafði það í för með
sér, að þeim var fljótlega varpað í fangelsi. Að
þessu sinni neita þau með öllu, að leggja trúnað á
loforð og fagrar yfirlýsingar sovéskra yfirvalda.
Enginn af sjömenningunum vill yfirgefa sendiráðið
fyrr en þeir fá leyfi til að flytjast til Bandaríkjanna.
Með þessum aðgerðum sínum hafa þeir gerst
fangar af frjálsum vilja til að vekja athygli um-
heimsins á kjörum sovéskra hvítasunnumanna.
Einsog fram hefur komið áður hér í blaðinu, er talið
að kringum 30.000 hvítasunnumönnum hafi verið
synjað um brottfararleyfi frá Sovétríkjunum.
Ástæða þess að þeir vilja hverfa úr föðurlandi sínu,
eru sífelldar ofsóknir á hendur þeim, sem aldrei
virðist ætla að linna. Þeir þrá griðland þar sem þeir
geta uppalið börn sín samkvæmt trúarskoðunum
sínum, án þess að eiga á hættu að fangelsi og
þrælkunarvinnubúðir bíði þeirra sem fylgja trú
sinni og sannfæringu.
Hjónin Pjotr og Augustina Vastsjenko sem eiga
13 börn, hafa orðið fyrir þeirri reynslu að börnin
hafa verið tekin af þeim með valdi og þau sett á
sérstakar uppeldisstofnanir ríkisins, hundruðir
mílna fjarri heimili sínu. Áðurnefndur sonur þeirra
Sasja sem afplánar þriggja ára fangelsisdóm fyrir að
neita að gegna herþjónustu í Rauða hernum, hefur
hvað eftir annað verið settur í refsingarklefa á lág-
marks matarskammti, t.d. 400 gr. af brauði og
þunnri súpu, annan hvem dag. Sasja hefði átt að
vera látinn laus nú í haust, en nú hafa nýjar ákærur
verið bomar fram á hendur honum.
Strax og sjömenningunum frá Síberíu varð ljóst,
að sendiráðið hugðist ekki vísa þeim á dyr, tóku þeir
sem óðast til að skrá niður sögu sína. Vitandi það að
vera þeirra kynni að verða skammvinn í sendiráð-
inu, eyddi einn þeirra heilli nótt í skriftir á salerninu
þar sem hægt var að hafa ljós, án þess að valda
hinum óþægindum. Þeir höfðu meðferðis í sendi-
ráðið mikið magn heimilda og handrita er náðu
aftur til ársins 1962. Þessi skjöl ásamt skrifum þeirra
frá 27. júní 1978 hafa myndað verðmætar heimildir
og vitnisburð sem tekur yfir 250 þúsund orð I enskri
þýðingu. Úr þessum heimildum hefur breski rit-
höfundurinn John Pollock skrifað bók sem kom út á
Bretlandi fyrir réttu ári, og ber heitið: The Siberian
Seven — sjömenningarnir frá Síberíu.
í inngangi bókar sinnar segir hann m.a.: Eftir að
hafa sjálfur hitt sjömenningana að máli í banda-
ríska sendiráðinu í Moskvu, vissi ég að þeir höfðu
merkilega sögu að segja. í fyrstu taldi ég að ég yrði
að skrifa stutta frásögu um þá, byggða á takmörk-
uðum upplýsingum kryddaða eigin skáldskapar-
gáfu, en eftir því sem vera þeirra dróst á langinn í
sendiráðinu uxu skrif þeirra að sama skapi, og að
síðustu voru þau upp á mörg hundruð síður. Þetta
er ýtarlegasta frásaga í handritaformi hvað snertir
þetta efni, sem borist hefur til Vesturlanda.
{. gegnum öll skrif þeirra er vitnisburður þeirra
staðfestur af þeim heimildum sem þeir höfðu með
sér í sendiráðið. Þar koma fram afrit af dómsniður-